Enn eitt snilldar útspil umhverfisráðherra...eða þannig

Þegar norska stórfyrirtækið REC ákvað að byggja upp sína starfsemi í Kanada í stað Íslands, nánar tiltekið í nágrenni Þorlákshafnar, sögðu forsvarsmenn þess að ein meginástæðan væri sú að stjórnvöld gætu engu lofað um það hversu langan tíma það tæki að klára umhverfismat. M.ö.o að stjórnvöld höguðu sér eins og þeim sýndist gagnvart fyrirtækjum sem horfðu til atvinnuuppbyggingar í landinu.

Í slíku umhverfi treysti fyrirtækið sér ekki til að starfa. Í því ljósi og þeirri stöðu sem landið er í nú er vægast sagt ótrúlegt að lesa eftirfarandi í frétt á Mbl. is. í dag.

"Ráðuneytið segir, að fullyrðingar þess efnis að úrskurðurinn sé ólögmætur vegna þess að málshraðareglur hafi verið brotnar eigi ekki við rök að styðjast. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum sé frestur ráðherra til að úrskurða vegna mats á umhverfisáhrifum tveir mánuðir frá því að kærufrestur rennur út. Í dómaframkvæmd og samkvæmt fræðikenningum hafi það eitt og sér ekki verið talið valda ógildi stjórnvaldsákvarðana þótt farið hafi verið fram úr lögbundnum afgreiðslufrestum."

Ennfremur segir: "Umhverfisráðuneytið tekur undir þær ábendingar að málshraði sé oft og tíðum ekki í samræmi við lögbundna fresti". 

Sem sagt, eigi ekki við rök að styðjast. Kenningarnar hafa samkvæmt þessu meira gildi en lagabókstafurinn sjálfur. Hins vegar ef þegnar þessa lands virða ekki tímafresti fá þeir gjarnan sekt fyrir það. Það er því greinilega ekki sama Jón og séra Jón. Hversu langt á að ganga í vitleysunni?

Fréttin á Mbl.is í heild sinni: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/13/segir_urskurd_um_sudvesturlinu_vera_logmaetan/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Sig

Vá, þú ert snillingur Ármann! Það sannast hér enn og aftur að Kópavogur ætti að drífa sig í sameiningarviðræður við eitthvað af nágrannasveitarfélögunum.

Pétur Sig, 14.10.2009 kl. 06:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Því miður virðast hörðustu klappstýrur umhverfisráðherra ekki átta sig á alvarleika glappaskota hennar. Eg veit ekki hvað þarf til, en trúi samt ekki öðru en að þetta sé afar lítill minnihluti þjóðarinnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 08:19

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er nú dálítið undarlegt að öll þessi  erlendu stórfyrirtæki, sem hér eru að koma virðast ekki geta það án þess að fá einhverja sér meðferð varðandi skatta og orkukostnað. Ekki stendur okkur íslenskum atvinnurekendum það til boða.

Þórir Kjartansson, 14.10.2009 kl. 08:26

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er reyndar óvíða lægri skattur á fyrirtæki en hér, Þórir. Það er ekki vinstrimönnum að þakka og hefur reyndar verið þyrnir í augum þeirra lengi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 09:01

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hún er alveg ótrúleg. Að hún skuli svo leyfa sér að kalla frústreraða Suðurnesjabúa frekjur. Kannski ætti að gefa henni smá sýnishorn um það hvernig frekjur geta hagað sér og Suðurnesjabúar ættu að kenna henni það með því að loka Reykjanesbrautinni einhverja daga þar til hún dregur umsögn sína til baka?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.10.2009 kl. 13:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband