Fjöldi starfa á Megawattseiningu

Fyrir nokkur lagði ég eftirfarandi fyrirspurn fyrir iðnaðarráðherra: Hversu mörg störf, bein og afleidd, er talið að eftirfarandi starfsemi þurfi miðað við hvert notað megavatt af rafmagni:

a.      álbræðsla, 
b.      járnblendi, 
c.      kísilvinnsla, 
d.      netþjónabú?

Svarið má finna á slóðinni hér að neðan. 
http://www.althingi.is/altext/136/s/0431.html

Þetta er kannski ekki nein skemmtilesning en þó eitthvað sem hafa verður í huga í endurreisninni. Við mat á frekari nýtingu orkuauðlinda verður að taka tillit til beinna nýrra starfa, afleiddra starfa og tegund þeirra, þ.e. hvaða menntunarstig þau kalla á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ármann góð fyrir spurn hjá þér.  svar um áliðnaði hér er engin álbræðsla hér eru áliðjuver, get lítið tekið á svarinu get ekki séð að rétt sé með farið, skoðaðu póstinn frá mér.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 22.12.2008 kl. 22:48

2 identicon

Takk fyrir þetta.

Ég er sammála, ekki beinn skemmtilestur en gagnlegur þó. Ég var hissa á að áætlun um netþjónabú kæmi ekki betur út en 1,2-2,4 starfsmenn/MW í beinum störfum og 2,4-4,8/MW í afleiddum störfum. Það þarf að huga að svona þáttum.

Brana (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 03:18

3 identicon

Sæll Ármann,

Það er rétt að svarið er síst skemmtilegt til aflestrar – aðallega vegna þess fagurgala sem gætir í hlutanum um netþjónabú og þarf að lesa með gagnrýnum huga.  Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur en „sístarfandi gagnaver í stöðugri notkun sem sinnir m.a. hugbúnaðargerð” er líklega farið að skarast verulega við starfsemi hefðbundins hugbúnaðarhúss, nema hvað þar væri forritað á vöktum.

Í umræðunni um sk. „netþjónabú” er ýmsu blandað saman.  Hefðbundið gagnaver (e. data center) er fyrst og fremst vatns- og vindhelt húsnæði þar sem ákveðnu raka- og hitastigi er viðhaldið.  Þá þarf aðgang að rafmagns- og fjarskiptakerfum gegnum aðal- og varaleiðir.  Vegna mikilvægis fylgir líka húsumsjón og ítarlegt öryggiseftirlit.  Leigutakar leigja afmörkuð svæði, herbergi, skápa eða skápaeiningar undir búnað sinn og hafa annað hvort mannaða aðstöðu í húsinu og/eða kaupa þjónustu verktaka, yfirleitt á staðnum.

Það er nauðsynlegt að skilja á milli þessara grunnþátta og þeirra, sem svarið er skreytt með.  Það er nefnilega ekki víst að þjónustum, sem vistuð eru á vélbúnaði í gagnaveri, sé stýrt af starfsmönnum í gagnaverinu sjálfu, hvað þá að þeim sé stýrt frá Íslandi.

Mælikvarðinn um bein – og hvað þá afleidd – störf per megavatt af virkjaðri raforku segir lítið um gæði þeirra starfa sem verða til, s.s. árlegt endurgjald til starfsmanna fyrir vinnuframlagið eða kröfur um hæfni þeirra og menntun. Þess utan er ekki stærðargráðumunur á þeim fjórum kostum, sem spurt er um, í þessu tilliti og nokkurrar óvissu í áætlunum fyrir netþjónabú.

Nær væri að létta af miðstýringunni og leyfa frjálsum atvinnuvegum að þróast því að það er fyrst og fremst gagnlegt að í uppbyggingunni hasli sér völl fyrirtæki, sem eru samkeppnishæf á alþjóðlega vísu, hvað svo sem þau heita eða gera.

Kveðja, Jón Ævar

Jón Ævar (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 04:06

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þessi hugmynd þín Ármann er mjög svo áhugaverð og mætti einnig auðveldlega yfirfæra á sjávarútveginn. Því fátt er okkur mikilvægara þessa dagana en að leita allra leiða til að hámarka afrakstur “auðlindarinnar”.

Þannig mætti með sama hætti taka tillit til þess að úr hverri milljón í aflaverðmæti á frystitogara er hásetahlutur um 10 þúsund krónur, en á bátaflotanum “eftir fjölda í áhöfn” á bilinu 20 - 120 þúsund. Það er því hreint ekki sama hvernig að veiðum úr takmarkaðri auðlind er staðið - og hvar afraksturinn lendir.

Þá er smábátaflotinn nær allur smíðaður hér innanlands öfugt við t.d. trollbáta sem skarka hér upp að þremur mílum frá landi. Þá mætti eldsneytisnotkun vera tekin með í reikninginn sem stuðlað gæti að minni innflutningi - sem er jú gjaldeyrissparandi. Því flokkur báta undir 10 tonn að stærð eyðir að jafnaði 0.15 lítra eldsneytis fyrir hvert kíló fisks sem þeir afla, línuskip 0.10 lítra, ísfisktogarar 0.43 lítra og frystiskip 0.75 lítra.

Í þessar hugmyndir mætti einnig bæta að úttekt yrði gerð á öllum tegundum veiðarfæra. Metin yrðu þau skamm og langtíma umhverfisáhrif sem þau hafa á lífríkið og þeim gefið vægi í vísitölu eftir visthæfni. Þá væri metinn allur tilkostnaður og þjóðhagslegur ávinningur úr hverjum fiskstofni fyrir sig eftir tegund veiðarfæra “sóknarmunstri” sem notuð eru við veiðarnar.

Ég er viss um að bæjarbragurinn á landsbyggðinni tæki stakkaskiptum og fjöldi fólks fengi vinnu við það sem það kann og þekkir best, ef fólkið í landinu fengi aukið vægi á móti þeirri stærðardýrkun og skuldaaukningu sem einkennt hefur “besta fiskveiðikerfi í heimi”.

Ármann. Eftir kosningarnar 2003 skipaði þáverandi sjávarútvegsráðherra nefnd sem kölluð var “Nefnd um líffræðilega fiskveiðistjórn” Sé enn lífsmark með nefndinni, mætti gauka að henni mjög vanmetnum líffræðiþætti... lífi fólksins í landinu.    



Atli Hermannsson., 26.12.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Ármann

Þessar fyrirspurnir eru mjög áhugaverðar og mikilvægar í ákvarðanatöku um hvert skal stefna. Umræðan hefur verið um of á einhverskonar trúarnótum.

Sigurður Þorsteinsson, 26.12.2008 kl. 17:10

6 identicon

Gott kvöld og gleðilega hátíð.

Ég verð að viðurkenna Ármann, að ég las þetta ekki ýtarlega, en fyrst þú ert í þessum pælingum má ég til með að minna á jarðhitaorku - http://en.wikipedia.org/wiki/Geothermal_power -

Ég veit ekki hvar við stöndum með þetta en hér er dálítið til umhugsunar:
"From an economic view, geothermal energy is extremely price competitive in some areas..."
"... large geothermal plant can power entire cities while smaller power plants can supply more remote sites such as rural villages."

H. Valsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 22:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband