Endurskoðun samkeppnislaga nauðsynleg

 Mér finnst skrýtið að fyrst núna skuli menn hafa áhyggjur af samkeppni eða réttara sagt skorti á samkeppni milli fyrirtækja á Íslandi. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði lagt fram þingsályktunartillögu fljótlega í kjölfar hrunsins, í lok desember 2008, sem fjallaði um það hversu mikilvægt væri að endurskoða samkeppnislöggjöfina. Grunntónninn í henni var að virk samkeppni yrði til þess að koma hjólum atvinnulífsins hraðar af stað en ella í kjölfar hrunsins. Þörfin fyrir þessari endurskoðun hefur aukist enn frekar í kjölfar þess að íslenska ríkið hefur tekið yfir fjölda fyrirtækja með tilheyrandi kennitöluflakki og markaðsráðandi stöðu í samkeppni við þau fáu fyrirtæki sem héldu lífi eftir fall bankanna. Læt þessa þingsályktunartillögu fylgja með um leið og ég segi betra seint en aldrei.

http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=136&mnr=265


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband