Ég taldi að vilji Samfylkingarinnar í Evrópumálum væri skýr og þar með væri umboð forystunnar afdráttarlaust eins og lesa má í bloggi mínu frá 2. desember hér að neðan. Ég held að enginn þurfi að vera undrandi á þessari skoðun minni og reyndar tel ég að þjóðin hafi nánast öll staðið í þessari trú miðað við yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar.
Nú er annað komið á daginn því ennþá stendur stærsta atriðið, eftir hina víðfrægu póstkosningu Samfylkingarinnar, út af borðinu. Það er að skilgreina samningsmarkmið aðildarumsóknar í Evrópusambandið. Því hefur forysta og formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki það umboð sem ætla mætti af ummælum sem fallið hafa. Í póstkosningunni sem fram fór haustið 2002 var spurt: "Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar"?
Það vekur því undrun að hópurinn hafi aldrei komið saman og því ljóst að það eru engin samningsmarkmið til hjá Samfylkingunni eins og fyrr segir. Forystan er því ekki með umboð frá flokknum til þess að fara í aðildarviðræður. Hvað sem einstaka aðila langar til að gera í þeim efnum.
Það er því tæpast rétt sem stendur í fyrrgreindu bloggi mínu: "Ef niðurstaða Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verður sú að rétt sé að sækja um inngöngu í Evrópusambandið tel ég að ríkisstjórnin sé búin að fá það umboð sem henni er nauðsynlegt til þess að hefja undirbúning og fara í samningaviðræður þar sem vilji Samfylkingarinnar er skýr".
Í kjölfar Landsfundar Sjálfstæðisflokksins gæti sú skondna staða verið komin upp að eingöngu annar flokkurinn í ríkisstjórn hefði skýrt umboð til umsóknar í Evrópusambandið, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin. Hvernig horfir sú staðreynd við forystu Samfylkingarinnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Facebook
Athugasemdir
"Í kjölfar Landsfundar Sjálfstæðisflokksins gæti sú skondna staða verið komin upp að eingöngu annar flokkurinn í ríkisstjórn hefði skýrt umboð til umsóknar í Evrópusambandið, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin. Hvernig horfir sú staðreynd við forystu Samfylkingarinnar?"
Merkilegt hvað stjórnmálamenn hafa mikla þörf fyrir að taka til í annarra manna görðum - þrátt fyrir augljósa órækt í eigin garði. Sem almennum, óflokksbundnum, kjósanda hefur mér virst stefna Samfylkingarinnar nokkuð skýr í þessum Evrópumálum.
Sama get ég ekki sagt um stefnu Sjálfstæðisflokksins, ekki síst eftir innlegg fulltrúa Seðlabankaarmsins, Styrmis Gunnarssonar, á evrópunefnd.is í dag. Get ekki betur séð en að helmingslíkur séu á að flokkurinn springi í loft upp á landsfundinum - einmitt út af Evrópumálunum. Þarf ekki þingmaðurinn að hafa meiri áhyggjur af því en stefnu Samfylkingarinnar?
Björn Birgisson, 26.12.2008 kl. 15:56
yfir 90% af flokksmönnum Samfylkingarinnar vilja sækja um aðild, og stærstur hluti þeirra vill ganga í Evrópusambandið. Stefán Jóhann hefur alltaf verið einn á báti (eða í amk undir 10% hluta flokksins) með sína skoðun. Verst að hann hefur ekki verið að fylgjast með samt, því ég á bók frá Samfylkingunni síðan 2002 sem fer yfir samningsmarkmið Samfylkingarinnar ef sækja ætti um í Evrópusambandið, og Ingibjörg Sólrún benti á að þetta væri þvæla hjá Stefáni Jóhanni í sjónvarpinu sama kvöld.
Þið Sjálfstæðismenn megið alveg reyna að gera Samfó tortryggilega útaf þessu.. bara spurning hvort þið græðið eitthvað á því.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.12.2008 kl. 16:14
húmorískt...
Karen Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 16:36
Kanski er ástæðan fyrir því að íslendingar eru í þeirri stöðu sem þeir eru núna að pólitísk umræða er ekki á mjögu háu plani hérna á skerinu. Flokkarnir hafa alltaf meiri áhyggjur af stefnu annarra flokka en stefnu síns eigins flokks. Lélegur og slappur sandkassaleikur og ekki síst af þingmanni flokks sem hefur farið með efnahagsmálin hérna síðustu tæpu tvo áratugina með svona eftirtektarverðum árangri. Ármann komdu þér upp á hærra plan eða farðu að keyra strætó!!
Séra Jón (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 16:43
Kæri Ármann. Það er ágætt að þú lest annarra skrif, en það er eitthvað sem við hin getum líka gert. Þú hefur ábyggilega eitthvað þarfara að gera en að endurskrifa það sem aðrir skrifa. Þér væri þarfara að gera fólki grein fyrir þínum hugmyndum um það hvernig þú villt byggja upp traust á Íslenskum stjórnvöldum hjá öðrum þjóðum, svo við getum endurfjármagnað þau neyðarlán, sem við erum nú að taka, á viðunandi kjörum. Ég reykna með vönduðu svari, því þú þarft í reynd aðeins að skýra þínar eigin skoðanir.
Siggi Jóns. (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:04
Þetta er merkilegar hártoganir um ekkert.
Í síðustu og þar síðustu kosningum var ESB aðild yfirlýst markmið Samfylkingarinnar og öllum, sem greiddu flokknum atkvæði, mátti vera það ljóst.
Að ekki sé búið að skilgreina samningsmarkmið sýnir aðeins að tæknileg útfærsla á nálgun flokksins er hugsanlega eitthvað ábótavant, sem er að mínu mati ekki stórmál.
Þar sem Samfylkingin hefur til þessa verið ein flokka fylgjandi ESB aðild, hefur heldur ekki verið nokkur ástæða til að fara út í þá vinnu að skilgreina markmiðin. Ég er ekki viss um að markmiðin væru nákvæmlega þau sömu núna og fyrir bankahrunið í haust eða þau sömu og fyrir 8 árum og því hefði slík vinna kannski ekki verið vita gagnslaus eða í það minnsta gagnslítil
Mér finnst að auki þetta ekki koma okkur sjálfstæðismönnum mikið við. Við sjálfstæðismenn ættum frekar að einbeita okkur að og hafa áhyggjur af eigin landsfundi, sem haldinn verður eftir mánuð.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.12.2008 kl. 17:34
Sæll Ármann.
Margir innan félagar í sjálfstæðisflokknum eru á sömu skoðun og þú, þ.e. að samþykki að umboð verði sótt til Landsfundar. Þingmenn sjálfstæðisflokksins sitja ekki á þingi í umboði flokksins, heldur kjósenda. Þetta virðist gleymast. Stefna sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar var skýr, ekki ætti að sækja um aðild. Umboð til annars verður einungis sótt í kosningum.
Kv. DArri
Darri Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:35
Góð ábending, Ármann á umboðsleysi Samfylkingar.
Ekki gleyma því að staðan eftir Landsundinn gæti líka orðið að hvorugur flokkana hafi umboð til viðræðna við Sambandið.
Kári Sölmundarson, 26.12.2008 kl. 17:36
haha, kemur annar stjálfstæðismaður er hrósar hinum fyrir góð skrif sem allir hinir eru að hía að.
Það er ekkert skrýtið að þið hafið sett Ísland á hausinn - vanhæfni ykkar er þvílík að þið getið ekki einusinni átt rökræður, heldur er best bara að benda á hinn og loka augunum.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.12.2008 kl. 17:38
Sæll Ármann,
núna ertu komin í sömu sporin og presturinn sem sagði börnunum að jólasveinninn væri ekki til í alvörunni.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2008 kl. 17:57
Mér finnst Ármann, að þú gerir of miklar kröfur til Samfylkingarinnar. Ekki tala um skýr samningsmarkmið, eða umboð frá flokki eða þjóð, þegar Samfylkingin á í hlut.
Forveri þessa flokks var Alþýðuflokkurinn, sem taldi sig ekki þurfa umboð frá þjóðinni 1993, þegar Landráðasamningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var gerður. Hér má lesa meira um álit mitt á þeim Alþingismönnum sem svíkja þjóð sína.
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/742547/
Við skulum ekki láta okkur detta í hug, að Samfylkingin muni taka upp nýja starfshætti og spyrja þjóðina hvort þeir megi. Annars mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki kúvenda í afstöðu sinni til ESB. Á landsfundinum mun fullveldi Íslands verða undirstrikað, en hugsanlega bætist Samfylkingunni einhver liðsauki úr hópi þeirra sem kjósa þrældóm fremur en frelsi.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.12.2008 kl. 18:12
Þetta sannfærir mig enn betur um eitt atriði. Samfylkingin ætlar að koma okkur inn í ESB með góðu eða illu. Skítt með skilyrðin, skítt með þjóðina. Ég vildi gjarna fá svar við spurningunni, "Hvaða bitling eru þeir í Brussel búnir að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu?". Samfylkingin er alls ófær um að stjórna hér nokkrum hlut, allra síst á þeim tímum sem við upplifum nú. Og nú sýnist mér sjálfstæðisflokkurinn vera það líka. Og Guð hjálpi okkur...... ekki gera núverandi valdhafar það.
Sigríður Jósefsdóttir, 26.12.2008 kl. 18:13
Hvaða bull er þetta; Samfylkinging hefur skoðað samningsmarkmið fyrir inngöngu síðan flokkurinn var stofnaður - og aðild var sett fram sem stefnumál í síðustu kostningum og 90% flokksmanna vilja sækja um aðild. Þetta varð að stefnumáli flokksins eftir að ungliðahreyfingin setti þetta að aðalstefnumáli sínu.. og það er augljóst þegar kostir og gallar aðildar eru skoðaðir að kostirnir eru miklu mun meiri en gallarnir.
Þetta er Sjálfstæðisflokkurinn að benda á - og síðuhöfundur er að reyna að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn verður mögulega með meira umboð en Samfylkingin að sækja um aðild eftir landsfund sinn í ferbrúar - sem væri mögulega rétt ef umsókn að Evrópusambandinu hefði ekki verið samþykkt sem stefna Samfylkingarinnar á hverjum einasta landsfundi frá stofnun.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.12.2008 kl. 18:19
Ágaetis paeling en thu gleymir ad gera rad fyrir kjosendum (theim sem rada) ... held ad allir kjosendur viti ad samfo sé med vidraedum um evro ... hvad svo sem einhverjir a einhverjum adalfundi segja.
Björn Leví Gunnarsson, 26.12.2008 kl. 18:21
Til að taka af allan vafa um stefu Samfylkingarinnar í Evrópumálum, hafi hún farið fram hjá einhverjum, segir eftirfarandi í stjórnmálaályktun síðsata landsfundar flokksins: "Samfylkingin vill að utanríkisstefna þjóðarinnar verði mótuð í ljósi þjóðarhagsmuna og sé sæmandi sjálfstæðri þjóð. Sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði. "
Páll Halldórsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 18:26
Líflegt hér! En engu svarar þingmaðurinn, sér líklega jafn mikið eftir að hafa gert þessa kjánalegu færslu og Ólafur Ragnar Grímsson sér eftir að hafa boðið sig fram að nýju!
Við erum með fulltrúa frá fimm flokkum á þingi. Vandræði innan flokks eru minnst hjá VG, næstminnst hjá Samfylkingu, "borgarastríð" geysar innan Framsóknar og Frjálslyndra. Síðasta áramótabomban verður svo þegar Sjálfstæðisflokkurinn springur í loft upp á landsfundinum. Þar er vandinn mestur. Verður ekki sjónvarpað frá landsfundinum? Ég er farinn að hlakka til!
Björn Birgisson, 26.12.2008 kl. 18:40
Rosalega hafið þið látið samfó teyma ykkur á asnaeyrum. Létuð þá ata ykkur út í að flýta flokksþingi til að ræða ESB mál, annars væru stjórnarslitum hótað. Svo kemur bara í ljós að þeir sem voru með þessar hótanir við ykkur, eru ekki einu sinni sjálfir með þetta á stefnuskránni hjá sér. Pínlegt!!!
jo (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:16
Heill og sæll Ármann - óska þér og þínum gleðilegrar jólahátíðar. Gaman að þú skulir rifja það upp að innan okkar raða hefur farið fram lýðræðisleg póstkosning og það strax í upphafi aldarinnar um þessi mikilvægu mál.
Nú síðan þá höfum við ekki alveg setið þegjandi um Evrópumálin og ályktað um þau í flokksfélögum víða um land. Jafnframt hefur landsfundur ályktað um málið á hverjum fundi síðan póstkosningin var haldin. Sú nýjasta er hér og sýnir afdráttarlaust umboð frá landsfundi til flokksforystunnar. Áhyggjur þínar eru því algerlega óþarfar. http://www.samfylking.is/media/files/XS2007%20-%20Evrópustefna.pdf
Vona að þú njótir jólarestarinnar!
Kveðja, Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 20:53
Já og ps. gefin var út heil bók um samningsmarkmið okkar árið 2003 minnir mig. Þar var farið yfir alla helstu málaflokka, kosti og galla, samhliða því að markmiðin voru skilgreind. Við komum því vel nestuð til þessara viðræðna.
Áhugasamir geta nálgast bókina á skrifstofu Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg. (nánar: www.samfylking.is)
Katrín Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 20:57
Það er rétt sem kemur fram að umræðan hér hefur verið lífleg á meðan ég skrapp í jólaskapi í jólasteik til móður minnar. Sé hins vegar að ekki eru allir í jólaskapi sem heimsækja mig.
Hefði aldrei grunað að hugleiðingar mínar um formlegt vald landsfundar Samfylkingarinnar eftir lestur greinar Stefáns Jóhanns myndu hreyfa við svo mörgum. Mætti halda að hér endurspeglaðist hið fornkveðna; sannleikanum verður hver sárreiðastur. Hefði verið skemmtilegt að sjá sömu viðbrögð við pistlunum; Endurreisnin kallar á eðlilega samkeppni (19. des) og Ný vinnubrögð við gerð fjárlaga (21. des) sem ég tel mun athyglisverðari.
Blogg mitt frá 2. des fjallar í kjarnan um þessa sömu hugleiðingu en þar segir: Ef niðurstaða Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verður sú að rétt sé að sækja um inngöngu í Evrópusambandið tel ég að ríkisstjórnin sé búin að fá það umboð sem henni er nauðsynlegt til þess að hefja undirbúning og fara í samningaviðræður þar sem vilji Samfylkingarinnar er skýr. Svo kemur í ljós að umboð Samfylkingarinnar er ekki eins takmarkalaust og ég taldi fyrir lestur greinar Stefán þar sem ekki er búið að uppfylla skilyrði landsfundar. Því fannst mér eðlilegt að gera ákveðinn fyrirvara á bloggfærslunni. Ég velkist samt ekki í vafa um vilja meirihluta flokksins en það breytir því ekki að landsfundur er æðsta vald hans rétt eins og hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er líka rétt sem fram kemur í athugasemdum að sá flokkur gæti hafnað viðræðum.Vona að mér sé frjálst í bloggi mínu að spá í þessa hluti hvort heldur sem er sem þingmaður eða stjórnmálafræðingur því þetta skiptir máli þegar fjallað er um valdsvið flokka í flokkakerfi íslenskra stjórnmálaflokka. Ef ég rangtúlka Stefán þá hlýtur að vera auðvelt að leiðrétta það. Bók um samningsmarkmið Samfylkingarinnar þar sem hin formlega nefnd kemur hvergi nærri er varla svar við gagnrýni Stefáns. Eða hvað?Svo ef þeim sem kemur í heimssókn líður betur með því að sýna sérstakan dónaskap á sjálfum jólunum þá verður svo að vera. Sjálfur reyni ég að sýna af mér kurteisi þar sem ég kem.Með JólakveðjuÁrmann Kr. Ólafsson, 26.12.2008 kl. 22:27
Verði steikin hennar móður þinnar þér að góðu. Nú um stundir eru mæður og feður sterkasta aflið í sammfélaginu okkar, að ógleymdum ömmum og öfum. Stjórnmálamenn og bankar eru aftarlega í röðinni. Enginn vill sýna dónaskap, enda langt í að skoðanaskipti geti kallast dónaskapur. Njóttu hátíðarinnar til hins ítrasta, tjáðu þig sem best þú getur um þau málefni sem þú varst kosinn út á - en slepptu því að tjá þig um það sem þessi bloggfærsla þín var um. Miklu betra að taka til í eigin garði, en annarra, í vanþökk viðkomandi. Lifðu heill!
Björn Birgisson, 26.12.2008 kl. 23:14
Eftir stendur þetta:
Samfylkingin hefur aldrei farið í saumana á hverju við myndum fórna og hvað við myndum hugsanlega fá. Samfylkingin hefur aldrei mótað samningsmarkmið né heldur mótað stefnu um hverju megi fórna.
Samt er Evrópusambandsaðild eina lausn Samfylkingarinnar við öllum vanda á Íslandi í atvinnu og efnahagsmálum.
Vissulega er Ísland illa statt og fólk kallar eftir lausnum, ýmsir m.a þú hefur bryddað upp á ýmsu. Mér segir svo hugur að menn sjái að ESB aðild myndi við þessar aðstæður gera illt verra og jafnvel setja í uppnám markaði utan ESB og forræði yfir sjávarauðlindinni.
Landsþing Sjálfstæðisflokksins er markleysa þar sem forystan veit að hún verður að sækja um aðild til að bjarga ríkisstjórnarsamstarfinu.
Sigurður Þórðarson, 26.12.2008 kl. 23:16
Það væri fróðlegt ef Jónas Tryggvi fræddi okkur um einhverja kosti við ESB-aðild. Samfylkingar-stóðið er stöðugt að tönglast á þessum miklu kostum, en það sem við höfum fengið að sjá hingað til er glæpsamleg hegðun þessa aumkunarverða Evrópu-bandalags.
Er siðferðis-vitund þessa Samfylkingar-fólks svo brengluð, að það ætli að hlaupa í fangið á Bretum ? Var beiting hryðjuverka-laganna ekki nógu skýr skilaboð ? Var misbeiting IMF ekki nógu afdráttarlaust ofbeldi fyrir Ingibjörgu Sólrúnu ? Er Samfylkingar-fólk bæði heila og hjartalaust ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.12.2008 kl. 00:09
Sæll félagi.
Það er bjargföst skoðun mín að Í RAUN hafi enginn stjórnmálaflokkur óskorað umboð til að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið, þótt færa megi rök fyrir því að einfaldur meirihluti á Alþingi geti tekið slíka ákvörðun. Hún væri væntanlega lögleg en meiri spurning hvort það væri siðlegt. Þess vegna er það líka mín skoðun að það færi vel á því að spyrja þjóðina þeirrar almennu grundvallarspurningar hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki (þá yrði alltaf sá fyrirvari að viðunandi samningar næðust). Svari þjóðin þeirri grundvallarspurningu neitandi þarf ekki að eyða tíma og fjármunum í frekari viðræður eða athuganir á því máli, en svari þjóðin þeirri spurningu játandi, myndi íslensk stjórnvöld hefja viðræður við ESB um aðild og láta reyna á íslenska hagsmuni þannig. Síðan yrði samningsniðurstaða borin að nýju undir þjóðina og þá gæti hún sagt sitt álit. Með þessum hætti á þjóðin ekki bara síðasta orðið, hún ræður því líka hvort fyrsta skrefið verður tekið. Sumum finnst þetta óþarflega flókið og tímafrekt, en eigum við ekki alltaf að hafa tíma fyrir lýðræði? Myndi svona fyrirkomulag ekki bara styrkja lýðræðið? Ég tel svo vera.
Árni Þór Sigurðsson, 27.12.2008 kl. 00:42
Það er bjargföst skoðun mín að Í RAUN hafi enginn stjórnmálaflokkur óskorað umboð til að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið, þótt færa megi rök fyrir því að einfaldur meirihluti á Alþingi geti tekið slíka ákvörðun.
Árni Þór! Þú varst kosinn á þing til að gæta hagsmuna okkar þjóðar. Það þarf ekki að spyrja þjóðina hvort hún vilji hefja aðildarviðræður. Það veistu sjálfur. Það þarf að spyrja þjóðina hvort hún samþykki það sem út úr aðildarviðræðum kemur. Já eða nei. Þú spyrð ekki þjóðina um aukningu eða skerðingu kvótans. Þjóðin hefur aldrei verið spurð um stóriðjuna. Þú og Ármann Kr. eruð kjörnir til að leggja línur, taka ákvaraðir eins og menn, ekki til að festast í endalausum orðhengilshætti. Hafið þetta í huga, kæru þingmenn!
Björn Birgisson, 27.12.2008 kl. 01:11
Katrín - mér finnst þetta aðeins óljóst. Ef Samfylkingin hefur gefið út bók um samningsmarkmið Íslands væri ekki rétt að birta efni hennar, t.d. á vef flokksins? (Mér tókst amk. ekki að finna hana þar).
Hver er staða þessarar bókar innan flokksins, t.d. gagnvart landsfundi og samþykktum hans? Var þessi starfshópur sem Stefán Jóhann talar um samþykkur þessum samningsmarkmiðum?
Árni Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 01:44
Það er auðvitað kærkomið fyrir Sjálfstæðismenn að halda því fram að Samfylkinguna skorti umboð til að sækja um aðild. Ætlar fólk að taka meira mark á einum andstæðingi en flokksforustunni og hinum almenna flokks manni svo ekki sé talað um alla sem kusu flokkinn í síðustu kosningum. Í aðdragandi síðustu alþingiskosninga var þetta eini stjórnmálaflokkurinn sem var meðmarkaða og yfirlýsta stefnu í Evrópumálum. Margir hafa eflaust tekið endanlegaafstöðu til vals á lista á grundvelli þessa meðal annars.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2008 kl. 02:06
Þessar pælingar hér á síðunni minna mig á hörmulegan atburð sem varð hér á Hrútfirðinum á árum síðri heimsstyrjaldarinnar. Þá var herstöð hjá Reykjaskóla. Hópur hermanna fór út á bát, ekki veit ég tilefnið en það fór svo að bátnum hvolfdi og bátsverjar voru í hættu. Félagar þeirra voru í landi, en þar sem enginn nægilega háttsettur var á staðnum, máttu þeir ekki setja fram bát til björgunar að eigin frumkvæði. Það varða að tilkynna atburðinn eftir réttum boðleiðum og fá skipun til baka á sama hátt. Þetta tók of langan tíma og megnið af hópnum fórst. Heimamenn komu til hjálpar og björguðu hluta hópsins, en þeirra bátur var víst ekki stór. Þarna varð sorglegur atburður vegna reglna sem hindruðu björgun á ögurstundu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2008 kl. 02:19
Samfylkingin gaf út bókina "Ísland í Evrópu" árið 2001. Hún er 201 blaðsíða. Á grundvelli hennar var kosið um hvort stefna Samfylkingar yrði að sækja um aðild að ESB og það var samþykkt með um 85% atkvæða.
Þetta geta menn fundið ef þeir leita á netinu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2008 kl. 02:36
Ég kaus Samfylkinguna út af tveimur hlutum í síðustu kosningum.
1. Þeir voru eini flokkurinn sem setti fram skýrann vilja um að ganga í Evrópusambandið.
2. Þeir settu fram skýrann vilja um að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum.
Það er skammt frá að segja að þeir mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og sömdu um að ræða ekki meir um ESB. Þeir sviku því bæði loforð við fyrsta tækifæri. Þeir hafa því ekki mitt umboð til neins. Þeir eru svikararar eins og allir sem koma nálægt stjórnmálum á Íslandi.
Flokkakerfið er úrelt og ég trúi því ekki eftir allt sem hefur gengið á að Íslendingar sitji undir enn einni flokkastjórninni.
Bogi (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 10:25
Björn segir;
Heyr heyr! segi ég nú bara, orð að sönnu. Þessi barnaskapur í okkar kjörnu fulltrúum sem maður er að verða vitni að á þessari síðu er til skammar, og lítilsverðingar fyrir alþingi og þá stjórnmálaflokka og skoðanir sem þeir standa fyrir. Ekta íslensk pólitík - að hengja sig í aukaartriðin fyrst þið virðist vera vanhæfir í að ræða stóru málin.Jónas Tryggvi Jóhannsson, 27.12.2008 kl. 10:43
Jónas segir að ekki eigi að spyrja þjóðina um það "auka-atriði" hvort við göngum í faðm kvalara okkar. AUKA-ATRIÐI !!!
Að sjálfsögðu er hér ekki um auka-atriði að ræða heldur aðal-atriði. Engin þjóð með manndóm, myndi ganga til móts við óvini sína nema með vopn í hönd. Ef við ætlum að "kyssa á vöndinn", eins og Össur Skarphéðinsson orðaði það, er lágmarks krafa að minnst 75% þjóðarinnar vilji beygja sig í duftið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.12.2008 kl. 11:42
Hættu að leggja mér orð í munn Loftur - mér finnst aukaatriði hvort Sjálfstæðismönnum eða Vinstri Grænum finnist Samfylkingin vera með skýrt umboð frá kjósendum sínum að sækja um í Evrópusambandið. Það er alveg ljóst að 90% kjósenda flokksins vilja sækja um aðild, og þetta var stefnumál flokksins í síðustu kostningum - meira umboð er varla hægt að fá.
Við eigum að sækja um aðild, og láta þjóðina greiða atkvæði í þjóðaratkvæði um aðildarsamnginn - og það eru aðalatriðin. Það er ekkert aukaatriði hvað þjóðinni finnst, meirihluti hennar vill sækja um aðild Loftur!
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 27.12.2008 kl. 12:22
Jónas. Hvers vegna má þjóðin ekki segja hug sinn um viðræður við ESB ?
Hvers vegna er ekki þörf á að Samfylkingin standi við forsendur atkvæðagreiðslunnar í hinni alræmdu póstkosningu sem fram fór haustið 2002. Þar var spurt:
"Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar"?
Er ekki ljóst, að algjör forsenda fyrir viðræðum við ESB er:
Þetta er ekki bara skilyrði Samfylkingar heldur allrar þjóðarinnar.
Hvað er svona erfitt að skilja Jónas ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.12.2008 kl. 12:45
Því miður er öll umræða um ýmindaða aðildarumsókn að ESB á lágkúrulegum nótum. Hinir ýmsu spekingar samfylkingarinnar hafa með stórkallalegum staðhæfingum tíundað hina ýmsa kosti aðildar að ESB, og oft á tíðum fullyrt að alsendis óvíst sé hvort afsal fiskveiðiauðlindarinnar sé óumflýanleg við aðild.
Þetta er samkvæmt hátt settum í Brussel þvæla.
Það virðist oft að fullyrðingar ESB sinna séu til þess ætlaðar að koma þeirri hugsun að að það þurfi ekki að upplýsa fólk um kosti og ókosti aðildar. Sennilega á að reyna að koma okkur í brusselsæluna á sem hljóðlegasta máta. Að mínu viti er þetta það stórt mál er varðar ókomandi kynslóðir að allt ferlið verður að vera ljóst, þjóðin á að ákveða og gefa sitt leyfi með skýrum hætti hvort það eigi að fara í aðildarviðræður. Kynningarstarf er mikilvægt í samningsferlinu, allt kjaftæði um samninga á viðkvæmu stigi á ekki við, og tryggt verði að það verði upplýst fólk sem greiðir atkvæði um aðild ef viðræður skila samningferlinu í þann farveg.Upphrópanir og feluleikur einhverra pólitíkusa, sem fyrirfram hafa ákveðið úrslitin fyrir sitt leiti eiga ekki að verða liðin.
Gulli (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 23:48