Makríll bannaður við veiðar í Þingvallavatni

Það var gott hjá Þingvallanefnd að leyfa einungis flugu, spón og maðk við veiðar í Þingvallavatni. Nú þegar stórurriðastofninn er loksins að hjarna við er nauðsynlegt að fara varlega við veiðar á honum. Það er líka ánægjulegt að nefndin skildi ekki falla í þá gryfju að takmarka veiðarnar einungis við flugu.

Nýja reglan þýðir að eftir sem áður hafa allir tækifæri til að veiða við vatnið þar sem gamla góða kaststöngin er áfram leyfð. Ég hvet allar fjölskyldur til þess að gera sér ferð í vatnið til að veiða og njóta útiverunnar í einu fegursta umhverfi jarðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ármann

Ég er sammála þér að fara ekki eftir ráðgjöf margra veiðimanna sem vilja banna allar veiðar nema fluguveiðar.  Oft á tíðum eru þetta menn sem eru svo uppteknir af fluguveiðum að þeir sjá ekki og muna ekki hvernig þeir byrjuðu að veiða, með spón og maðk.  Þetta er hópur manna sem ekki getur veitt innan um aðra veiðimenn sem ekki veiða á flugu.  Þetta eru að mínu mati fordómar.

Kveðja

Axel

Axel Eyfjörð (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæll Ármann.Þakka þér fyrir síðast,þegar þú varst aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra.Það er ánægjulegt að þú skulir ennþá fylgjast með veiðiskap þótt hann sé reyndar annar en sá sem þú fylgdist með í sjávarútvegsráðuneytinu.Og þakka þér fyrir að gefa almenningi kost á að gera athugasemdir við það sem þú skrifar.En ástandið í sjávarútvegsráðuneytinu hefur ekki batnað eftir að þú fórst þaðhefur versnað.Sjávarútvegsráðherrann brýtur lög með því að svara ekki stjórnsýslukærum.Og hann er líka hættur að svara umboðsmanni Alþingis, sem er þinn umboðsmaður.Ef þú hefur áhuga á þá er ég tilbúinn til að hitta þig hvar og hvenær sem er til að sanna mál mitt.Bið að heilsa ráðherranum Kv.

Sigurgeir Jónsson, 25.5.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: busblog.is

Við erum alveg þrumu lostin yfir þessum fréttum.

busblog.is, 28.5.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Er harðákveðinn að skella mér í veiði í Þingvallavatni í sumar. Síðast þegar ég veiddi þar fékk ég einn urriða. Í minningunni var hann á stærð við hval. Félagar mínir segja að fiskurinn stækki á hverju ári.

Rifja þá upp sögu frá sveitunga mínum frá Vopnafirði, er hann veiddi lax í Hofsá. Þegar hann skilaði sér ekki á réttum tíma heim af laxveiðum, var farið að leita að honum. Þar kom að því að menn komu að risalaxi við Hofsá, bak við hann fannst sveitungi minn sofandi.  Það hefur aldrei þótt til siðs að ýkja sögur á Vopnafirði.

Sigurður Þorsteinsson, 31.5.2008 kl. 01:08

5 Smámynd: busblog.is

Komdu sæll Ármann Kr. Ólafsson, Bæjarfulltrúi, Alþingismaður og Stjórnarformaður Strætó.

Við, sem hluti eigenda Strætó bs. höfum ákveðið að áminna þig fyrir störf þín og aðkomu þína að starfsmannamálum Strætó bs. Við viljum biðja þig að mæta við listaverkið "Hestana" á Hlemmi Miðvikudaginn 4. júní kl. 16:00.

Trúnaðarmenn starfsmanna strætó munu afhenda þér áminninguna eftir að hún hefur verið lesin yfir fyrir þig. Þér verður boðið að koma með mótrök ef svo ber undir. Sjáir þú þér ekki fært að mæta viljum við biðja þig að senda okkur línu um það og við munum reyna að finna hentugri tíma til að afhenda þér umrædda áminningu því við höfum skilning á því að maður í svo mörgum störfum skuli hafa lítin tíma með litlum fyrirvara í skyldustörf og önnur störf.

Virðingarfyllst

Jóhannes Gunnarsson, 1. fulltrúi/trúnaðarmaður Strætó
Ingunn Guðnadóttir, 2. fulltrúi/trúnaðarmaður Strætó
Guðmundur I. Pétursson, 3. fulltrúi/trúnaðarmaður Strætó

busblog.is, 3.6.2008 kl. 15:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband