Uppákoman í Ráðhúsinu

Maður getur ekki orða bundist þegar maður horfir upp á farsann í Ráðhúsinu. Hvað sem mönnum finnst um borgarstjóraskiptin þá hlýtur fólk að vera sammála um að það er ekki í anda lýðræðisins að koma í veg fyrir að borgarstjórnarfundir geti farið  fram. Það ótrúlegasta við þetta er að þeir sem telja sig geta túlkað framgang lýðræðisins öðrum betur standa fyrir þessari uppákomu með fulltingi ungliðahreyfinga flokkanna.

Það er enginn munur á myndun þessa meirihluta og þess síðasta nema hvað flokkarnir sem standa að baki honum eru nú helmingi færri. Og nú er Björn Ingi að hætta í borgarstjórn sem er varla til þess fallið að bæta stöðu fráfarandi meirihluta. Ef mönnum var annt um lýðræðið í kjölfar borgarstjórnarkosninganna hefðu fulltrúar VG og samfylkingar átt að taka tillit til þess og bjóða Sjálfstæðisflokknum upp í dans. Nei, aðalmálið var að stærsti flokkurinn kæmist ekki að frekar en 12 árin þar á undan, burt séð frá niðurstöðum kosninga. Þannig lásu sjálfskipaðir yfirtúlkar lýðræðisins í niðurstöður kosninganna og ef aðrir fylgja ekki þessari skoðun þá eru þeir að vanvirða lýðræðið. Svo á bara kjósa aftur og kannski aftur og aftur. Væntanlega þangað til kosningarnar eru ákveðnum öflum þóknanlegar. Ábyrgðarleysi og valdasýki vinstriflokkanna í kjölfar síðustu borgarstjórnarkosninga er rótin að vanda dagsins í dag, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband