Kópavogur stendur vörđ um barnafjölskyldur

Ţeir efnahagserfiđleikar sem ganga yfir íslenskt ţjóđfélag rista ć dýpra og nú er ađ koma í ljós ađ viđkvćmustu einstaklingarnir í ţjóđfélaginu, börnin okkar, eru ekki undaskilin. Barnafjölskyldur hafa margar fariđ sérstaklega illa út úr efnahagshruninu. Tilvera margra ţeirra hefur snúist á hvolf og óréttlćtiđ er mikiđ. Fasteignir hafa lćkkađ, erlend lán hafa stökkbreyst og íslensk lán hćkkađ upp úr öllu valdi. Atvinnuleysi ógnar öllum.

Börn fara verst út úr kreppunni

Í nýlegu viđtali segir landlćknir ađ ţađ séu börnin sem fara verst út úr kreppunni. Tilkynningum til stofnana sem fylgjast međ líkamlegri og andlegri velferđ ţeirra fjölgar stórum skrefum. Ástćđurnar eru margar. Börn skynja aukna spennu í samskiptum foreldra auk ţess sem ţrengri fjárhagur kemur beint niđur á daglegri tilveru ţeirra međ ýmsu móti.

Ţađ er ljóst ađ ţau vandamál sem efnhagshruninu fylgja koma öllum viđ, ungum sem öldnum, fyrst svo er komiđ ađ ţau koma svona hart niđur á börnum okkar. Enginn er undanskilinn og hver og einn verđur ađ gera sitt besta.

Byrđum verđur dreift á sanngjarnan máta í Kópavogi

Eitt mikilvćgasta verkefni Kópavogsbćjar er ađ standa međ barnafjölskyldum á ţessum erfiđu tímum. Ţađ verđur ađ dreifa auknum byrđum samfara kostnađarhćkkunum međ sanngjörnum hćtti og standa sérstakan vörđ um ţá er verst hafa fariđ út úr ţessum mestu efnahagshamförum lýđsveldissögunnar. Í nýrri fjárhagsáćtlun Kópavogsbćjar er ţví hćkkunum á grunnţjónustu sem barnafjölskyldur treysta á stillt mjög í hóf og eru ţćr innan verđlagshćkkana.

Ég er sannfćrđur um ađ almenn sátt ríki um ţessa nálgun hjá Kópavogsbúum, ungum jafnt sem öldnum. Ég er jafnframt sannfćrđur um ađ friđur mun ríkja um ţćr ađgerđir bćjarstjórnar Kópavogs sem byggjast á ţessari nálgun. Auknum byrđum vegna almennra kostnađarhćkkana verđur ađ dreifa á sanngjarnan máta.


Kópavogur hugi sérstaklega ađ ungum fjölskyldum

Kópavogsbćr á ađ huga sérstaklega ađ ungum fjölskyldum á ţeim krefjandi tímum sem nú ríkja. Margar ungar fjölskyldur kusu á síđustu árum ađ búa sér heimili og ala börn sín upp í Kópavogi. Eftir ţví sem fjölskyldumeđlimum fjölgađi stćkkuđu fjölskyldurnar viđ sig í húsnćđi, fólk skuldbatt sig og tók lán eins og gengur.

Tilvera margra ungra fjölskyldna hefur nú snúist á hvolf og óréttlćtiđ er ćpandi. Fasteignir hafa lćkkađ, erlend lán hafa stökkbreyst og íslensk lán hćkkađ upp úr öllu valdi. Nú er veriđ ađ byggja upp nýtt fjármálakerfi á Íslandi og eignir ţess eiga ađ grundvallast á útţöndum skuldum ungra fjölskyldna á međan skuldir ţess samanstanda af innlánum í gjaldţrota bönkum sem ríkiđ tók ábyrgđ á.

Í stuttu máli er stađan sú ađ nú er veriđ ađ byggja upp nýtt fjármálakerfi á herđum ungra fjölskyldna sem komu sér ţaki yfir höfuđiđ í fasteignabólu á međan skuldir ţess sama fjármálakerfis eru tryggđ innlán í gjaldţrota bönkum. Ungu fjölskyldurnar áttu ekki stór innlán í bönkum og njóta ţví ekki góđs af ţessari ađferđafrćđi.

Kópavogur er réttlátt bćjarfélag

Eitt mikilvćgasta verkefni Kópavogsbćjar er ađ standa međ ungum fjölskyldum á ţessum erfiđu tímum. Í ţví ástandi er nú ríkir verđur ađ dreifa byrđunum međ sanngjörnum hćtti og standa sérstakan vörđ um ţá er verst hafa fariđ út úr ţessum mestu efnahagshamförum lýđsveldissögunnar. Í nýrri fjárhagsáćtlun Kópavogsbćjar er ţví hćkkunum á grunnţjónustu sem ungar fjölskyldur treysta á stillt mjög í hóf og eru ţćr innan verđlagshćkkana.

Ţađ er sannfćring mín ađ almenn sátt ríki um ţessa nálgun í stórum jafnt sem smáum málum. Byrđunum verđur ađ dreifa og ţađ á sanngjarnan máta.


Ábyrg fjárhagsáćtlun Kópavogsbćjar

Sveitarfélög landsins glíma nú sem best ţau geta viđ afleiđingar kreppunnar. Vandinn er í hnotskurn sá ađ tekjustofnar eru ađ dragast saman um leiđ og útgjöld aukast samfara verđlagshćkkunum og neikvćđri gengisţróun. Viđ ađstćđur sem ţessar reynir á ábyrg vinnubrögđ bćjarfulltrúa og vilja til samstarfs. Sundrung og tortryggni leysir engan vanda, nema síđur sé.

Allir kostir í stöđunni metnir

Fjárhagsáćtlun fyrir Kópavog ţarf líkt og fyrir önnur sveitarfélög ađ laga ađ breyttum ađstćđum. Innan bćjarstjórnarinnar var gengiđ samstiga til verksins. Meginútgangspunkturinn var ađ verja grunnţjónustu bćjarins og samfélagslegt velferđarnet og halda gjaldskrárhćkkunum í lágmarki. Viđ vorum jafnframt sammála um mikilvćgi ţess ađ dreifa byrđum sem jafnast, međ heildarhagsmuni allra bćjarbúa ađ leiđarljósi. Í ţví árferđi sem nú er verđa allir ađ leggjast á árarnar eftir ađstćđum og getu hvers.

Hćkkun gjalda langt undir raunhćkkunum

Í fjárhagsáćtluninni er gert er ráđ fyrir ađ rekstur bćjarins skili 44 milljóna króna afgangi á árinu, sem er ásćttanleg niđurstađa međ hliđsjón af ađstćđum. Framkvćmt verđur fyrir ríflega 1.200 milljónir króna á árinu og 100 milljónum króna verđur variđ sérstaklega til atvinnuskapandi verkefna, m.a. í samvinnu viđ Vinnumálastofnun.

Vegna kostnađarhćkkana varđ ekki hjá ţví komist ađ endurskođa gjaldskrár bćjarins og í ţeim tilvikum sem breytingar reyndust nauđsynlegar er um lágmarkshćkkanir ađ rćđa. Ţessar hćkkanir eru undir raunhćkkun kostnađarverđs og ţví um raunlćkkun gjaldskrár ađ rćđa. Sú fjárhagsađstođ sem veitt er á vegum bćjarins, mun á hinn bóginn hćkka í takt viđ vísitöluţróunina.

Tekiđ á málunum

Athugasemdir hafa komiđ fram vegna fjárhagsáćtlunarinnar, reyndar úr óvćntri átt. Nú ţarf hins vegar ađ taka á málum af festu og ákveđni og ţađ er ekki öllum gefiđ ađ flytja vondar fréttir. En ţetta mun hafast.

Mikilvćgasta verkefniđ nú er ađ standa vörđ um innviđi bćjarfélagsins og ţá metnađarfullu uppbyggingu sem ţar hefur átt sér stađ, m.a. á sviđi skóla- og frćđslumála, íţrótta- og ćskulýđsmála og félags- og öldrunarmála. Óneitanlega eru ţungar byrđar nú lagđar á bćjarbúa og gćta ţarf ţess ađ dreifa ţeim byrđum á sanngjarnan máta. Standa ţarf sérstakan vörđ um barnafjölskyldur sem byggt hafa sér heimili í Kópavogi en horfast nú í augu viđ atvinnuleysi, fallandi fasteignaverđ og stökkbreyttar skuldir.


Endurskođun samkeppnislaga nauđsynleg

 Mér finnst skrýtiđ ađ fyrst núna skuli menn hafa áhyggjur af samkeppni eđa réttara sagt skorti á samkeppni milli fyrirtćkja á Íslandi. Ţađ rifjađist upp fyrir mér ađ ég hafđi lagt fram ţingsályktunartillögu fljótlega í kjölfar hrunsins, í lok desember 2008, sem fjallađi um ţađ hversu mikilvćgt vćri ađ endurskođa samkeppnislöggjöfina. Grunntónninn í henni var ađ virk samkeppni yrđi til ţess ađ koma hjólum atvinnulífsins hrađar af stađ en ella í kjölfar hrunsins. Ţörfin fyrir ţessari endurskođun hefur aukist enn frekar í kjölfar ţess ađ íslenska ríkiđ hefur tekiđ yfir fjölda fyrirtćkja međ tilheyrandi kennitöluflakki og markađsráđandi stöđu í samkeppni viđ ţau fáu fyrirtćki sem héldu lífi eftir fall bankanna. Lćt ţessa ţingsályktunartillögu fylgja međ um leiđ og ég segi betra seint en aldrei.

http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=136&mnr=265


Skattleggjum greiđslur í lífeyrissjóđi

Almenningur hefur komiđ ţví skýrt til skila ađ stjórnmálamenn verđi ađ hefja sig upp úr hefđbundnum hjólförum stjórnmálanna og sameinast um lausnir í efnahags- og atvinnumálum. Ţetta hefur víđa gengiđ eftir á sveitastjórnarstiginu en alls ekki í landsmálapólitíkinni. Á  ţeim vettvangi er pólitíkin eins og ekkert hafi breyst. Ţađ virđist ennţá hafa úrslitaáhrif á afstöđu ţingmanna hver kemur fram međ einstaka hugmynd. Í ţví sambandi má nefna ađ ţađ sćtir furđu ađ stjórnarflokkarnir skuli ekki hoppa á ţá hugmynd ađ auka tekjur ríkissjóđs međ ţví ađ greiddur verđi tekjuskattur af lífeyrisgreiđslum viđ innborgun í lífeyrissjóđina. 

Ţessi leiđ hefur marga augljósa kosti. Ţeir helstu eru ađ ríkissjóđur getur aukiđ tekjur sínar um tugi milljarđa til skamms tíma litiđ án ţess ađ skattgreiđendur verđi varir viđ  ţađ.  Ađgerđin veldur ekki vísitöluhćkkun eins og margar ađrar skattahćkkanir gera eins og t.d. aukinn skattur á eldsneyti, áfengi og sykur. Ţá má fćra fyrir ţví rök ađ ávöxtun ţegnanna verđi meiri međ ţessu móti ţar sem ţjóđin er ađ greiđa hćrri vexti af lánum sínum en ávöxtun lífeyrissjóđanna nemur. Skattlagningin minnkar ekki kaupmátt eins og hefđbundnar skattahćkkanir, sem er mikilvćgt viđ núverandi ađstćđur. Sífellt lćkkandi kaupmáttur ţýđir ađ spírallinn niđur á viđ verđur lengri en ástćđa er til. 

Ţađ kemur ekki á óvart ađ forsvarsmenn lífeyrissjóđanna séu á móti ţessum breytingum ţví ţćr ţýđa ađ sjóđirnir hafa úr minni fjármunum ađ spila. Hins vegar finnst ţessum sömu forsvarsmönnum ekkert mál ađ setja fjármuni okkar í svokallađan endurreisnarsjóđ. Sjóđ sem er ekkert annađ en áhćttusjóđur. Ég minnist ţess ekki ađ slíkir sjóđir hafi skilađ miklu. Dćmi um ţađ eru byggđasjóđur sem heyrir undir Byggđastofnun og Nýsköpunarsjóđur. Ávöxtun ţeirra hefur veriđ afar léleg, viđ ţví mega lífeyrissjóđirnir ekki.


Enn eitt snilldar útspil umhverfisráđherra...eđa ţannig

Ţegar norska stórfyrirtćkiđ REC ákvađ ađ byggja upp sína starfsemi í Kanada í stađ Íslands, nánar tiltekiđ í nágrenni Ţorlákshafnar, sögđu forsvarsmenn ţess ađ ein meginástćđan vćri sú ađ stjórnvöld gćtu engu lofađ um ţađ hversu langan tíma ţađ tćki ađ klára umhverfismat. M.ö.o ađ stjórnvöld höguđu sér eins og ţeim sýndist gagnvart fyrirtćkjum sem horfđu til atvinnuuppbyggingar í landinu.

Í slíku umhverfi treysti fyrirtćkiđ sér ekki til ađ starfa. Í ţví ljósi og ţeirri stöđu sem landiđ er í nú er vćgast sagt ótrúlegt ađ lesa eftirfarandi í frétt á Mbl. is. í dag.

"Ráđuneytiđ segir, ađ fullyrđingar ţess efnis ađ úrskurđurinn sé ólögmćtur vegna ţess ađ málshrađareglur hafi veriđ brotnar eigi ekki viđ rök ađ styđjast. Samkvćmt lögum um mat á umhverfisáhrifum sé frestur ráđherra til ađ úrskurđa vegna mats á umhverfisáhrifum tveir mánuđir frá ţví ađ kćrufrestur rennur út. Í dómaframkvćmd og samkvćmt frćđikenningum hafi ţađ eitt og sér ekki veriđ taliđ valda ógildi stjórnvaldsákvarđana ţótt fariđ hafi veriđ fram úr lögbundnum afgreiđslufrestum."

Ennfremur segir: "Umhverfisráđuneytiđ tekur undir ţćr ábendingar ađ málshrađi sé oft og tíđum ekki í samrćmi viđ lögbundna fresti". 

Sem sagt, eigi ekki viđ rök ađ styđjast. Kenningarnar hafa samkvćmt ţessu meira gildi en lagabókstafurinn sjálfur. Hins vegar ef ţegnar ţessa lands virđa ekki tímafresti fá ţeir gjarnan sekt fyrir ţađ. Ţađ er ţví greinilega ekki sama Jón og séra Jón. Hversu langt á ađ ganga í vitleysunni?

Fréttin á Mbl.is í heild sinni: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/13/segir_urskurd_um_sudvesturlinu_vera_logmaetan/


Er Svandísi Svavars illa viđ Ísland?

Framganga Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráđherra hefur veriđ međ ólíkindum ađ undaförnu. Í fyrsta lagi stóđ hún í vegi fyrir ţví ađ undirbúningsvinna viđ álveriđ á Bakka héldi dampi. Í öđru lagi kom hún í veg fyrir ađ undirbúningur fyrir byggingu álvers í Helguvík héldi dampi. Ţar virti hún  lög um tímafrest ađ vettugi og tók ţví ákvarđanir sem hún mun sennilega ekki geta stađiđ viđ. Í ţriđja lagi réđist hún svo á Orkuveitu Reykjavíkur međ svo ósmekklegum og skađlegum hćtti ađ fjárhagslegur trúverđugleiki fyrirtćkisins er verulega skertur. Í kjölfariđ sáu stjórnendur fyrirtćkisins sig knúna til ţess ađ gefa út sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.

Ţegar mađur lítur til verka umhverfisráđherra rifjast upp fyrir manni ţađ sem formađur Framsóknarflokksins sagđi, en ţađ var eitthvađ á ţann veg ađ ţessari ríkisstjórn tćkist alltaf ađ taka vitlausar ákvarđanir í öllum málum. Ţótt ég sé enginn sérstakur ađdáandi Framsóknarflokksins verđ ég ađ viđurkenna ađ ég er Sigmundi algerlega sammála. Af hverju, af hverju getur ţetta blessađa fólk í ríkisstjórninni ekki gert neitt rétt? Af hverju vill ţađ gera allt til ţess ađ koma i veg fyrir ađ Ísland nái vopnum sínum á ný og ađ erlendir ađilar öđlist trú á landinu? Ég bara spyr. 


Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn notađur til ţess ađ pína ríkisstjórnina til hlýđni

Ákvörđun Seđlabanka Íslands segir okkur ţađ eitt ađ ríkisstjórnin og seđlabankastjóri ráđa engu um stýrivaxtastigiđ hér á landi. Ţví vćri mun nćr ađ leggja Seđlabanka Íslands niđur og opna ţar lúxus hótel í tengslum viđ byggingu tónlistar- og ráđstefnuhúss. Ţađ myndi a.m.k. gera ţjóđinni gagn međ aukinni gjaldeyrissköpun.

Nánast allar ţjóđir heims ađ Íslandi frátöldu hafa brugđist viđ heimskreppunni međ ţví ađ lćkka vexti og fara í ađgerđir til ţess ađ örva efnahagslífiđ. Hér á Íslandi er ţessu öfugt fariđ. Hér er allt gert til ţess ađ koma í veg fyrir ađ Ísland nái flugi á ný. Ríkisstjórnin skríđur fyrir Evrópusambandinu og sér ekkert ađ ţví ađ ţađ noti Alţjóđa gjaldeyrissjóđinn sem innheimtubúllu í sína ţágu.

Hvernig má ţađ vera ađ stýrivöxtum sé haldiđ í 12 prósentum ţegar innlánsvextir bankanna eru á milli 6 og 7%? Ţetta ţýđir ţađ eitt ađ fyrirtćkjum og einstaklingum er gert ókleift ađ fá lán nema á okurvöxtum í bankakerfinu. Vaxtaokriđ dregur allan mátt úr atvinnulífinu og kemur í veg fyrir nýja sókn sem viđ svo sannarlega ţurfum á ađ halda nú.

Tilgangurinn er augljós. Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn er notađur til ţess ađ pína okkur til hlýđni svo ađ gömlu nýlenduveldin, Bretland og Holland, fái útrás fyrir mikilmennskubrjálćđi sínu. Sá tími mun samt koma ađ ađrar ţjóđir Evrópu munu sjá í gegnum hrćsnina. Íslensk stjórnvöld hafa ţví ekki annan kost en ađ rísa upp gegn ţessari kúgun. Viđ höfum áđur bođiđ ţjóđum heims birginn og sigrađ ađ lokum. Ţađ sama mun gerast í ţessu máli ef stjórnvöld hafa eitthvert bein í nefinu.


Hver er stefnan, samkeppni eđa samráđ?

Mađur veit aldrei í hvađa átt ţessi ríkisstjórn stefnir ţar sem fulltrúar hennar tala út og suđur. Á Mbl.is var veriđ ađ birta eftirfarandi frétt:

Ísland verđi eitt af samkeppnishćfustu ríkjum heims

 Stefnt er ađ ţví ađ Ísland verđi eitt af 10 samkeppnishćfustu ríkjum heims áriđ 2020. Ţetta er liđur í ćtlun stjórnvalda sem kallas „20/20 - Sóknaráćtlun fyrir Ísland“.

Í vikunni bloggađi Guđlaugur Ţór Ţórđarson alţingismađur um viđtal í Kastljósinu viđ Jón Bjarnason ráđherra í ríkisstjórn Íslands. Í fćrslunni benti hann á ađ ráđherran sagđist hafa haldiđ ţví fram ađ samráđ vćri réttlćtanlegt og ađ samkeppnislög vćru arfur fortíđar og ekki í anda ţess „raunveruleika“ sem viđ búum viđ í dagSérstaka áherslu lagđi hann á ađ nauđsynlegt vćri ađ koma á verđsamráđi í landbúnađi og koma í veg fyrir frjálsa samkeppni!

Orđrétt sagđi ráđherrann í ţví sambandi;


„Ef ţađ er nauđsynlegt ef ađ ţađ eru hagsmunir ţjóđarinnar sem felast í samráđi, félagshyggju og samhjálp ţá á ţađ ađ hafa forgang“.


Í framhaldinu talađi hann um ađ samráđiđ ćtti ađ vera á „félagslegum grunni viđ ađ tryggja hér fćđuframbođ  á sem bestum verđum“.

Međ öđrum orđum ţá talar hér ráđherra í ríkisstjórn Íslands um ađ ţađ eigi ađ vera í forgangi ađ koma í veg fyrir samkeppni!
Ţađ verđur ekki öllu ruglingslegra...........

Fjárfestum í ferđaţjónustu

Ferđaţjónusta hefur sýnt ţađ og sannađ á undanförnum árum ađ hún er ein mikilvćgasta atvinnugrein okkar Íslendinga og hefur stćkkađ jafnt og ţétt á undanförnum árum. Fyrir 10 árum komu hingađ til lands í kringum 200 ţúsund ferđamenn en á síđasta ári voru ţeir yfir 500 ţúsund.

Í ţeim tilvikum sem ferđaţjónustan og ríkiđ hafa fariđ í átaksverkefni í markađssetningu á Íslandi og íslenskri ferđaţjónustu hefur komiđ kippur í komu erlendra ferđamanna til landsins. Ţađ hefur skapađ fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur.  Af ţessu sést ađ öflug markađssetning og uppbygging innviđa ferđaţjónustunnar skilar miklu fyrir land og ţjóđ.

Ein auđveldasta leiđin til ţess ađ efla atvinnulíf á Íslandi og til ţess ađ auka gjaldeyrisflćđi til landsins er ađ efla markađssetningu í ferđaţjónustu bćđi í Ameríku og Evrópu. Í ljósi ţess ađ ríkiđ er ađ fara eyđa miklum fjármunum til atvinnusköpunar er nćrtćkt ađ auka fjármuni til landkynningarverkefna. Ţađ er fjárfesting sem kemur hratt til baka.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband