Vinnum fyrir opnum tjöldum

Í dag stöndum við Íslendingar frammi fyrir nýjum veruleika. Fjármálakerfi landsins eru illa löskuð, verðmætar eignir vafra um í kerfum fjármálastofnanna. Almenningur óttast að sérútvaldir einstaklingar eða fyrirtæki fái eignir afhentar á silfurfati.

Staðreynd er að mörg fjármálafyrirtæki hafa nú þegar, eða eru að undirbúa yfirtöku á fyrirtækjum, fasteignum og ýmsum verðmætum hjá aðilum sem hafa lent í vanskilum með lán sín. Ekki síst vegna  breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Þessar eignir eru í daglegum tali nefndar fullnustueignir innan fjármálastofnanna.

Við núverandi aðstæður eiga Íslendingar rétt á því að fjármálastofnanir hámarki þau verðmæti sem leynast í eignum þeirra.  Í ljósi þeirrar einföldu staðreyndar kviknar sú spurning hvers vegna sé ekki unnið fyrir opnum tjöldum, þegar kemur að því að gera sem mest verðmæti úr fyrrgreindum eignum?

Nokkrar áleitnar spurningar vakna. Hvað hafa ríkisbankarnir selt margar eignir frá október mánuði 2008? Hvernig var staðið að sölufyrirkomulagi þeirra eigna? Hverjum var boðið að kaupa þessar eignir? Hvernig hyggjast sömu aðilar standa að sölufyrirkomulagi eigna á næstu misserum?

Þó hér séu sérstaklega nefndir til sögunnar ríkisbankarnir, þá er fráleitt að gera aðeins kröfu til þeirra um að vinna fyrir opnum tjöldum. Með óbeinum hætti á ríkissjóður stóra hluti í Sparisjóðum og kaupleigufyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Sömu kröfu á jafnframt að gera til þeirra sem og lífeyrissjóða landsmanna, sem árlega eignast nokkuð af eignum.

Flest þekkjum við það fyrirkomulag að Ríkiskaup selja eignir fyrir hönd ríkissjóðs. Þar er fylgt föstu ferli og unnið fyrir opnum tjöldum.  Þar er vart seld gömul bifreið, jörð eða  fasteign án þess að reynt sé að fá sem best verð fyrir. Um er að ræða einfalt fyrirkomulag við sölu verðmæta. Hjá Ríkiskaupum er hægt að nálgast öll gögn um það sem er til sölu hverju sinni. Öllum er frjálst að bjóða í og kaupa, svo fremi að tilboðsgjafi uppfylli grunnskilyrði söluferilsins. Unnið er fyrir opnum tjöldum og markaðurinn sér um að fá sem mest verðmæti fyrir hönd seljanda, í þessu tilviki ríkissjóðs.

Eins og áður sagði þá á ríkissjóður stóra eignarhluta í fjölda fjármálafyrirtækja, ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Það er því ótvíræður hagur Landsmanna að gera þá einföldu og sanngjörnu kröfu að öll fjármálafyrirtæki hámarki þau verðmæti sem koma út úr eignum, hverjar sem þær kunna að vera. Opið markaðstorg er lykillinn að því að vinna fyrir opnum tjöldum. Þannig má eyða allri óvissu um að það séu aðeins útvaldir sem sitji eins og púkinn á fjósbitanum og fái feitustu bitanna.

Því skora ég á fjármálaráðherra að fyrir hönd ríkissjóðs geri hann þá einföldu kröfu til fjármálafyrirtækja að allar eignir séu aðgengilegar öllum mögulegum kaupendum - en ekki aðeins fáum útvöldum. Að söluferlar séu gegnsæir og aðgengilegir.

Tiltölulega einfalt er að setja reglur um þær eignir sem skilyrt er að séu seldar með opnu fyrirkomulagi. Það sem þarf til er aðeins vilji.  Ferlar og þekking útboðsferla er til staðar. Nægt er framboðið að fólki sem kann til verka við að verðmeta og koma eignum í verð fyrir opnum tjöldum - séu þeim fengin rétt verkfærin til þess.

Sé ætlunin að endurvekja traust á stjórnmálum og fullvissa landsmenn um að unnið sé opið og heiðarlega, þá getur fjármálaráðherra landsins nú þegar beitt sé fyrir því. Víst er að undirritaður mun gera það á næstu vikum og misserum.

Skýringarmynd:

untitled

 

 

 

 

 


Forgangsverkefni að afnema óvissu um greiðslubyrði heimilanna og fyrirtækjanna

Mikilvægasta verkefnið núna er að endurreisa bankakerfið og búa svo um hnútana að heimilin í landinu hafi ekki hærri greiðslubyrði en í janúar árið 2008. Þeir sem ráða ekki við slíka greiðslubyrði vegna tekjufalls í kjölfar atvinnumissis skuli njóta vaxtabóta til að mæta því.

Þá verður að tryggja það að fyrirtækin í landinu sem ennþá hafa rekstrargrundvöll búi við greiðslubyrði í samræmi við það sem var áður en bankarnir féllu svo um hnútana að heimilin í landinu hafi ekki hærri greiðslubyrði en í janúar árið 2008. Þeir sem bera ekki slíka greiðslubyrði vegna tekjufalls í kjölfar atvinnumissis skuli njóta vaxtabóta til að mæta því. Þá verður að tryggja það að fyrirtækin í landinu sem ennþá hafa rekstrargrundvöll búi við greiðslubyrði í samræmi við það sem var áður en bankarnir féllu.

Íslandsbanki hefur sýnt ákveðið frumkvæði í þessa veru varðandi erlendu lánin. Sambærilegar lausnir þarf að finna fyrir önnur lán sem tekin voru í íslenskum krónum. Bæði almenn lán og íbúðalán.

 


Fleiri kostir í félagaslega íbúðakerfinu

Í því efnahagsumhverfi sem nú er til staðar er mjög mikilvægt að auka eins lítið og kostur er við skuldir ríkissjóðs og skuldir sveitarfélaganna. Af þeim sökum hef ég ásamt fleiri þingmönnum lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að ríki og sveitarfélögum sé heimilt að leigja húsnæði til endurleigu í viðkomandi sveitarfélagi í stað þess að festa kaup á því. 

Ljóst er að á næstunni munu sífellt fleiri fjölskyldur uppfylla kröfur sem sveitarfélögin setja um félagslegt íbúðarhúsnæði. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði byggist upp á því sveitarfélögin kaupa íbúðir og  leigja þær síðan út í samræmi við ákveðnar reglur og viðmið. Framlag ríkissjóðs liggur í því greiða niður vexti á lánum sem sveitarfélögin taka til íbúðarkaupa í þeim tilgangi að leigja íbúðirnar aftur til sinna umbjóðenda. Í Fjárlögum ársins 2009 nemur þessi upphæð 1 .100 m.kr.  

Sveitarfélögin þurfa hins vegar að reiða 10% kaupverðsins fram sjálf við hver íbúðakaup. Þetta eru gífurlega háar fjárhæðir á hverju ári. Sé dæmi tekið af sveitarfélagi eins og Kópavogi myndi bærinn þurfa að greiða með hverri íbúð í kringum 2 m.kr. auk þess að taka yfir 90% lánið. Því mætti gera ráð fyrir að heildarskuldbinding bæjarsjóðs vegna íbúðarkaupanna yrði í kringum 600 m.kr. Í ljósi þess að Kópavogur telur um 10% íbúa landsins má gera ráð fyrir að heildarskuldbinding allra sveitarfélaga hækki um 6 milljarða króna vegna félagslegra íbúðarkaupa á ári, en auðvitað kæmi inn eign á móti. 

Frumvarpið kemur í veg fyrir mikla skuldsetningu hins opinbera, skilar skjótri lausn fyrir þá sem bíða eftir félagslegu íbúðarhúsnæði, minnkar skuldsetningu ríkis og sveitarfélaga og úrræðin verða fjölbreyttari og fleiri vegna hagkvæmninnar. Þá er mikilvægt í þessu sambandi að nefna að þessi leið á ekki að ýta undir hækkun leiguverðs þar sem framboð á leiguhúsnæði er mikið um þessar mundir. Hins vegar gæti þetta bætt rekstrargrundvöll þeirra sem stunda útleigu á húsnæði, sem kemur sér einnig vel fyrir ríkissjóð þar sem nánast öll lán leigufélaga eru hjá  ríkisbönkunum eða íbúðalánasjóði. 

Þetta frumvarp hefur því marga kosti eins og að framan greinir. Hér er um tilvalda leið að ræða sem fjölgar úrræðum og kemur til móts við núverandi ástand.  

http://www.althingi.is/altext/136/s/0568.html

 


Ólýðræðisleg ráðherraskipan

Ráðherraval nýrrar ríkisstjórnar vekur nokkra furðu í ljósi þess að flokkarnir sem að henni standa treysta ekki eigin þingmönnum til ráðherrasetu. Þetta vekur nokkra undrun hjá mér í ljósi þess að ég hef unnið með mörgu af þessu fólki og veit að sumir þingmenn Samfylkingarinnar hefðu sómt sér vel í þeim stöðum sem nú er sinnt af fólki sem enginn hefur kosið.

Sérstaka athygli vekur að Suður- og Suðvestur kjördæmi fá ótrúlega snautlega útreið í nýrri ríkisstjórn. Lúðvík Bergvinsson sem er einn aðal hvatamaður að stjórnarslitunum ásamt Árna Páli Árnasyni fá ekkert hlutverk í nýju stjórninni. Það er svolítið merkilegt því báðir hafa þeir haldið mjög á lofti lögfræðiprófum sínum á undanförnum árum og báðir töldu þeir sig koma vel til greina sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Af þeim sökum hefði verið tilvalið að setja annan hvorn þeirra í dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Þá hefur er Samfylkingin á að skipa góðan mann í forystu fyrir flokkinn í Suðvestur kjördæmi þar sem Gunnar Svavarsson verkfræðingur fer fyrir hópnum. Hann hefði sómt sér vel í stól viðskiptaráðherra þar sem hann býr yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu. Þá sagði almannarómur að Katrín Júlíusdóttir myndi setjast í ráðherrastól en af því varð ekki hver sem ástæðan fyrir því kann að vera .

Þjóðin á rétt á skýringum á því af hverju framhjá þessu fólki var gengið og skipað til sætis með ólýðræðislegum hætti í embætti dómsmálaráðherra annars vegar og viðskiptaráðherra hins vegar eins og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur bent á. 


Ingibjörg Sólrún vinnur gegn ESB umsókn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur vægast sagt átt furðuleg útspil í Evrópusambandsumræðunni eftir að Sjálfstæðisflokkurinn setti af stað Evrópunefnd sína og flýtti landsfundi til 29. janúar nk. Halda mætti að formaður Samfylkingarinnar væri helsti andstæðingur inngöngu í sambandið. Stjórnmálamaður með jafnmikla reynslu og Ingibjörg veit að það er ekki pólitískum úrlausnarefnum til framdráttar að stilla samstarfsaðilum upp við vegg og er síst til þess fallið að koma málefnum í jákvæðan farveg. 

Það er rökrétt að draga þá ályktun af ýmsum ummælum Ingibjargar Sólrúnar að formaður Samfylkingarinnar vilji ekki að Sjálfstæðisflokkurinn nái samstöðu á landsfundinum um það hvernig staðið skuli að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Það er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina hugsanlega leiðin til þess að málið komist á dagskrá við núverandi aðstæður. Eftir stendur því spurningin um það hvers vegna formaðurinn gerir allt til þess að standa í vegi fyrir málinu. Hefur Ingibjörg eitthvert annað markmið en það sem fram kemur á yfirborðinu? Ef svo er þá sjá landsmenn allir að erfitt er að halda saman ríkisstjórn á slíkum forsendum. Heilindi eru forsenda farsæls samstarfs. 


Forysta Samfylkingarinnar hefur ekki umboð til að sækja um Evrópusambandsaðild

Ég taldi að vilji Samfylkingarinnar í Evrópumálum væri skýr og þar með væri umboð forystunnar afdráttarlaust eins og lesa má í bloggi mínu frá 2. desember hér að neðan. Ég held að enginn þurfi að vera undrandi á þessari skoðun minni og reyndar tel ég að þjóðin hafi nánast öll staðið í þessari trú miðað við yfirlýsingar forystumanna Samfylkingarinnar.

Nú er annað komið á daginn því ennþá stendur stærsta atriðið, eftir hina víðfrægu póstkosningu Samfylkingarinnar, út af borðinu. Það er að skilgreina samningsmarkmið aðildarumsóknar í Evrópusambandið. Því hefur forysta og formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki það umboð sem ætla mætti af ummælum sem fallið hafa. Í póstkosningunni sem fram fór haustið 2002 var spurt: "Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar"?

Í grein sem Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið kemur fram að á landsfundi flokksins (landsfundur er æðsta vald [Samfylkingarinnar] í þeim málefnum sem varða stjórn hennar á landsvísu, stefnumál og samræmt stjórnmálastarf. Landsfundur markar stefnu hennar og setur henni lög; sbr. heimasíða) sem haldinn var í kjölfar póstkosninganna hafi verið skipaður sérstakur 9 manna málefnahópur sem fékk það hlutverk m.a. að skoða ávinning Íslands af aðild að Evrópusambandinu og skilgreina helstu samningsmarkmið aðildarumsóknar (Mbl. bls. 24, 23. des. 08). 

Það vekur því undrun að hópurinn hafi aldrei komið saman og því ljóst að það eru engin samningsmarkmið til hjá Samfylkingunni eins og fyrr segir. Forystan er því ekki með umboð frá flokknum til þess að fara í aðildarviðræður. Hvað sem einstaka aðila langar til að gera í þeim efnum.

Það er því tæpast rétt sem stendur í fyrrgreindu bloggi mínu: "Ef niðurstaða Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verður sú að rétt sé að sækja um inngöngu í Evrópusambandið tel ég að ríkisstjórnin sé búin að fá það umboð sem henni er nauðsynlegt til þess að hefja undirbúning og fara í samningaviðræður þar sem vilji Samfylkingarinnar er skýr". 

Í kjölfar Landsfundar Sjálfstæðisflokksins gæti sú skondna staða verið komin upp að eingöngu annar flokkurinn í ríkisstjórn hefði skýrt umboð til umsóknar í Evrópusambandið, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin. Hvernig horfir sú staðreynd við forystu Samfylkingarinnar? 


Fjöldi starfa á Megawattseiningu

Fyrir nokkur lagði ég eftirfarandi fyrirspurn fyrir iðnaðarráðherra: Hversu mörg störf, bein og afleidd, er talið að eftirfarandi starfsemi þurfi miðað við hvert notað megavatt af rafmagni:

a.      álbræðsla, 
b.      járnblendi, 
c.      kísilvinnsla, 
d.      netþjónabú?

Svarið má finna á slóðinni hér að neðan. 
http://www.althingi.is/altext/136/s/0431.html

Þetta er kannski ekki nein skemmtilesning en þó eitthvað sem hafa verður í huga í endurreisninni. Við mat á frekari nýtingu orkuauðlinda verður að taka tillit til beinna nýrra starfa, afleiddra starfa og tegund þeirra, þ.e. hvaða menntunarstig þau kalla á.


Endurreisnin kallar á eðlilega samkeppni

Svohlóðandi Þingsályktuartillögu lagði ég fram í á þinginu í gær. "Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja".

Greinargerðin sem fylgdi með er eftirfarandi:

Í kjölfar bankahrunsins er mikilvægt að hefja strax endurreisn á íslensku viðskipta- ogefnahagslífi. Til að það sé mögulegt á sem stystum tíma verður að ríkja öflug samkeppni hérá landi. Því miður er mikil hætta á að ríkjandi ástand ýti undir samþjöppun og hún verði ennmeiri en við höfum upplifað á undanförnum árum. Slíkt getur dregið mjög úr hraða endurreisnarinna þar sem frumkvæði og framtakssemi þjóðarinnar nær ekki fullum skriðþunga.

Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008,
Öflug uppbygging – opnun markaða og eflingatvinnustarfsemi er greint frá reynslu annarra ríkja af þýðingu samkeppni í efnahagskreppum og hvaða lærdóm megi draga af henni. Sú reynsla og rannsóknir í hagfræði sýna að aðgerðir til þess að viðhalda og efla samkeppni stuðla að hraðari endurreisn atvinnulífsins.

Nú þegar við stöndum frammi fyrir miklum efnahagserfiðleikum í kjölfar bankahrunsinshefur aldrei verið mikilvægara að horfa til framtíðar og undirbúa næstu skref til viðreisnar íslensku efnahagslífi. Ljóst er að samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja er gallað. Hringamyndunog krosseignarhald hefur fengið að þrífast hér á landi, fákeppni hefur blómstrað ogfyrirtæki hafa misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni um áraraðir. Þetta sést glöggt þegar horfter til smásöluverslunar, matvöruiðnaðarins, fjölmiðla- og fjarskiptamarkaðarins, samgöngufyrirtækjaog lyfjamarkaðarins svo eitthvað sé nefnt.

Íslenskt þjóðfélag má engan tíma missa. Krónan hefur fallið mjög hratt og hafa verðhækkanirekki látið á sér standa eðli málsins samkvæmt. Nauðsynlegt er að þær gangi með sama hraða til baka í styrkingarferli krónunnar. Ef fákeppni eða samkeppnisskortur ríkir á markaðnum mun myndast mikil tregða til verðlækkana eins og sagan og dæmin hafa sýnt okkur. Við slíku ástandi verður að sporna og má ljóst vera að forsenda þess er öflugri samkeppnismarkaður.

Mörg úrræði eru til að efla samkeppni innan núverandi löggjafar. Önnur kalla á að reglu- oglagaumgjörð fyrirtækjanna eða samkeppnismarkaða sé breytt og úrræði Samkeppniseftirlitsinsefld. Sérstaklega mikla áherslu þarf að leggja á að hlúa að og bæta rekstrarumhverfilítilla og meðalstórra fyrirtækja, m.a. með því að ryðja úr vegi hindrunum sem takmarka möguleika nýrra fyrirtækja til að komast inn á samkeppnismarkaði (aðgangshindranir), eða möguleika smærri fyrirtækja til að vaxa við hlið stærri fyrirtækja, sbr. m.a. fyrrgreindaskýrslu Samkeppniseftirlitsins.


Ný vinnubrögð við gerð fjárlaga

Sama dag og síðari umræða fjárlaga fyrir árið 2009 fór fram lagði ég fram svohljóðandi þingsályktunartillögu: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að endurskoða vinnubrögð við gerð fjárlaga þar sem kannaðir verða kostir þess að tekin verði upp núllgrunnsfjárlög. 

Breyttir tímar kalla á ný vinnubrögð. Fjárlagagerð sem gengur út á að horfa eingöngu til þess hversu miklu hefur verið eitt í einstaka liði á undanförnum árum og bæta við þá eða lækka lítillega á milli ára er úrelt. Hefðarréttur í fjárveitingum gengur ekki við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Hann brenglar markmið fjárlagagerðarinnar þar sem hækkun fjárveitinga frá einu ári til annars er gerður að mælikvarða á árangur.  

Fjárlagagerð byggð á núllgrunni (zero-base budgeting) er vinnuaðferð þar sem markmiðið er draga úr sjálfvirku hækkunarferli núverandi fyrirkomulags. Gildi aðferðarfræðinnar felst fyrst og fremst í því að fjárveitingarvaldið samþykkir ekki fjárveitingar án þess að ítarlegur rökstuðningur liggi að baki einstökum verkefnum. Ríkisstofnanir og ráðuneyti sem eru stærstu notendur fjár úr opinberum sjóðum eru því neydd til endurmeta og rökstyðja öll sín útgjöld frá grunni. Verkefni ríkisins eru lögð til grundvallar en ekki einstaka fjárlagaliðir.

Núllgrunnurinn ýtir undir að hugsað sé út frá hreinu borði og horft til ákveðinna verkefna í stað einstakra fjárlagaliða, stofnana eða ráðuneyta. Nálgunin er tilvalin um leið og sett eru fram markmið um fækkun stofnana. Dæmi um verkefnanálgun er að skilgreina verkefni sem gæti t.d. heitið; Húsnæðis umsýsla ríkisins en hún heyrir undir fjölda ráðuneyta og stundum undir fjölda liða í hverju ráðuneyti þrátt fyrir að til sé sérstök stofnun sem heitir Fasteignir ríkisins. Þá mætti víkka verkefnið og gæti það heitið; Fasteignir og framkvæmdir en ein ríkisstofnunin heitir einmitt Framkvæmdasýsla ríkisins. Verkefnanálgunin myndi ganga þvert á ráðuneytin, stofnanirnar og einstaka liði og ýta undir heildarsýn og stærðarhagkvæmni. Þá gæti annað verkefni heitið; Náttúra og umhverfi og næði yfir alla heildina í stað þess að vera skipt niður á Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslu Ríkisins, Skórækt ríkisins. Efnahagsrannsóknir fara fram bæði í forsætis- og fjármálaráðuneytinu en það getur varla verið hagkvæmt og svona mætti lengi telja. 

Rík þörf er á róttækum aðgerðum til að bæta vinnslu og framkvæmd fjárlaga. Ríkisútgjöldin eru alltof há eftir fall bankanna.

Ráðherrar munu ekki ávinna sér hraðar réttindi til eftirlauna

Ég fagna þeirri frétt að ráðherrar muni ekki ávinna sér hraðar réttindi til eftirlauna en aðrir þingmenn samkvæmt nýrri tillögu ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin kynnti fyrir þremur vikum breytingar á lögum um eftirlaun alþingismanna, ráðherra og æðstu embættismanna og þar var gert ráð fyrir, að réttindasöfnun alþingismanna yrði lækkuð úr 3% í 2,4% en ávinnsla ráðherra og hæstaréttardómara yrði lækkuð úr 6% í 4%.

Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að ganga lengra og minnka réttindi ráðherra til jafns við aðra þingmenn. 

Sjálfur hafði ég komið þessari skoðun á framfæri við þingmenn og ráðherra og vissi að margir voru mér sammála.  Mér finnst þetta því til mikilla bóta.

Fara til baka Til baka


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband