Ólýðræðisleg ráðherraskipan

Ráðherraval nýrrar ríkisstjórnar vekur nokkra furðu í ljósi þess að flokkarnir sem að henni standa treysta ekki eigin þingmönnum til ráðherrasetu. Þetta vekur nokkra undrun hjá mér í ljósi þess að ég hef unnið með mörgu af þessu fólki og veit að sumir þingmenn Samfylkingarinnar hefðu sómt sér vel í þeim stöðum sem nú er sinnt af fólki sem enginn hefur kosið.

Sérstaka athygli vekur að Suður- og Suðvestur kjördæmi fá ótrúlega snautlega útreið í nýrri ríkisstjórn. Lúðvík Bergvinsson sem er einn aðal hvatamaður að stjórnarslitunum ásamt Árna Páli Árnasyni fá ekkert hlutverk í nýju stjórninni. Það er svolítið merkilegt því báðir hafa þeir haldið mjög á lofti lögfræðiprófum sínum á undanförnum árum og báðir töldu þeir sig koma vel til greina sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Af þeim sökum hefði verið tilvalið að setja annan hvorn þeirra í dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Þá hefur er Samfylkingin á að skipa góðan mann í forystu fyrir flokkinn í Suðvestur kjördæmi þar sem Gunnar Svavarsson verkfræðingur fer fyrir hópnum. Hann hefði sómt sér vel í stól viðskiptaráðherra þar sem hann býr yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu. Þá sagði almannarómur að Katrín Júlíusdóttir myndi setjast í ráðherrastól en af því varð ekki hver sem ástæðan fyrir því kann að vera .

Þjóðin á rétt á skýringum á því af hverju framhjá þessu fólki var gengið og skipað til sætis með ólýðræðislegum hætti í embætti dómsmálaráðherra annars vegar og viðskiptaráðherra hins vegar eins og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur bent á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Hálf hlægilegt að heyra þetta frá þingmanni Sjálfstæðismanna sem væri ekki treyst fyrir að hlaupa út í bakarí hvað þá annað, enda gerir hann lítið annað en að hanga í þáttum Ingva Hrafns  þar sem 4 sjallar mæra eigin flokk, allt hálf ömurlegt.

Skarfurinn, 2.2.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Hlédís

Göfug er samúðin með þingmönnum annarra flokka!  Skilur "sjálfstæðis"-þingmaður að ráðherra í þessarri stjórn verður að hafa hreint hjárhagslegt mannorð?- það er meginkrafa! Skilur hann að ráðherra þarf ekki og á jafnvel ekki að sitja á lögjafarþinginu, yfirleitt?

Hlédís, 2.2.2009 kl. 23:40

3 identicon

  1. Hvað þarf maður að vera lengi á þingi til að átta sig á að þingmenn eru fulltrúar fólks en ekki fermetra?

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkisstjónin tekur við algjörlega gjaldþrota búi til bráðabirgða og reynir því skilanlega að skapa amk. lágmarks trúverðugleika á meðan gjaldþrotið skellur yfir með því að vera með hluta ráðherranna utan ruslahaugsins sem gúmmístimplaði gjaldþrotið í gegn. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 3.2.2009 kl. 00:01

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir þessar athugasemdir að þeirri fyrstu frátalinni. Hún er í þeim flokki athugasemda sem best væri að mega sleppa við að sjá.

Árni Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 00:27

6 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Hefur þú efni á að gagnrýna ríkisstjórnina eftir að hafa skilið landið eftir í rjúkandi rúst?

Er ekki vandræðalegt að kommarnir skuli þurfa að þrífa upp eftir ykkur frjálshyggju kapitalistana?

Björgmundur Örn Guðmundsson, 3.2.2009 kl. 00:29

7 identicon

Æ... þetta er nú hálf snautlegt.   Maður er búin að kjósa sjálfstæðisflokkinn frá blautu barnsbeini að undanskildum kosningunum eftir að Davið setti lögin á sjómenn á sínum tíma.

Að horfa upp á þingmann flokksins vera að "tauta" yfir ráðherravali í ríkisstjórn sem hafa mun 3 mánðaða starfstíma er bara dapurlegt.        Að þeir sem tóku við búi skuli hafa haft "vit" á því að hafa fagaðila með í pakkanum finnst mér lýsa talsvert meiri fagmennsku en þið gerðuð í ykkar stjórnartíð, burtséð frá hvaða skoðun ég hef nú almennt á þessari starfsstjórn.

Það má vel vera að gamla stjórnin hafi verið að gera eitthvað gríðarlega áríðandi og merkilegt undanfarna mánuði bak við tjöldin.    Hinsvegar sást það hvorki á aðgerðum ykkar né upplýsingagjöf.   Og PR -lega skituð þið upp á bak, að minnsta kosti varð almenningur ekki þess var, upplýsingaskorturinn var ALGER og því fór sem fór.

Nú þarf að hreinsa til í flokknum fyrir kosningar, fá ferskt fólk með ferskar hugmyndir, fólk sem er tilbúið að deila með þjóðinni upplýsingum um hvað á að gera og hvernig á að gera það, auk þess að upplýsa það reglulega um framvindu mála.     

Auk þess geri ég kröfu um að Sjálfstæðisflokkurinn sýni þá ábyrgð að vera með málefnalega stjórnarandstöðu og leggist á árarnar þar sem máli skipti.    Það er jú verið að reyna að bjarga þjóðarbúinu ... ekki að væla yfir hver stal stól hvers.

Alfred Styrkársson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 01:13

8 Smámynd: Kristján Logason

Til að geta talað um lýðræðisleg vinnubrögð þurfa menn að hafa stundað lýðræðisleg vinnubrögð

Til að geta skilið lýðræðisleg vinnubrögð þurfa menn að hafa tamið sér lýðræðisleg vinnubrögð 

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 01:14

9 Smámynd: Ármann Kr. Ólafsson

Það má eflaust deila um fagkunnáttu ýmissa ráðherra og það hversu ferskir þeir eru sem nú hafa tekið við stórum ráðherraembættum. Hins vegar er alveg ljóst að fagkunnátta Árna Páls og Lúðvíks dugir fullkomlega fyrir dómsmálaráðuneytið. En ég get þó samþykkt að Ragna Árnadóttir er ekki síðri kostur.

Það er dapurlegt að þora ekki að koma fram undir nafni þegar athugasemd er gerð, sbr. skarfurinn.

Ármann Kr. Ólafsson, 3.2.2009 kl. 08:31

10 identicon

Árman, það segir sig sjálft að í þessi embætti þarf einstaklinga sem eru traustsins verðir þið "sjálfstæðis" menn hafið komið því til leiðar að það er vandasamt að finna einstaklinga sem hægt er að treysta, og ég er sammála honum Kristjáni Logasyni...til að geta geta talað um lýðræðisleg vinnubrögð þurfa menn að hafa ástundað þau... "practice what you preach"

Sigurður H (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:42

11 Smámynd: Maelstrom

Hagsmunapot og valdapólitík, það er það sem þú ert að verja með þessum pistli. 

Hverjum er ekki sama hvort eitthvert kjördæmi fær snautlega útreið í stöðuveitingum í ríkisstjórn?  Á Íslandi kjósum við ekki þingmenn í ríkisstjórn.  Við kjósum þingmenn til setu á Alþingi.  Alþingi velur síðan og ver ríkisstjórnina.  Að fara fram á að allir landshlutar fái sinn fulltrúa í ríkisstjórn, kynjahlutfall sé jafnt og þar fram eftir götunum er bara rugl.  Að öllum líkindum er litið fram hjá þessum karlmönnum sem þú nefnir að ofan, því kynjahlutfallið þurfti að vera jafnt. 

Ráðherrar ættu að vera valdir út frá hæfi, ekki búsetu, kyni, starfsstétt, aldri, kynhneigð eða trú. 

Mér finnst líka dapurlegt að dæma skrif út frá því hver skrifar þau en ekki því sem skrifað er.  Skarfur að ofan dæmist reyndar eins, óháð mælikvarðanum.  Alfred Styrkársson kemur ekki fram undir nafni, þó svo hann skrifi nafn þarna.  Skrif hans eru þó nokkuð góð og það finnst mér gott.  Ég gæti ennfremur skrifað hvaða nafn sem er undir þennan pistil og þú yrðir þá ánægður (ignorance is bliss).  Ég kýs þó frekar að skrá mig inn á blog.is og skrifa undir dulnefni.  Þú getur þá lesið allt annað sem ég hef skrifað þó svo þú vitir ekki hvað ég heiti.  Þú getur þá tekið upplýsta ákvörðun að hunsa mig sem vitleysing, út frá því sem ég hef skrifað en ekki hvað ég þykist heita.

Maelstrom, 3.2.2009 kl. 10:54

12 Smámynd: Alli

Ármann.

Þú ættir kannske frekar að rita pistil um ólýðræðislegar skipanir ráðherra.

Ágætt væri að skoða embættisfærslur Björns Bjarnasonar og Árna Matthiesen til að byrja með.

Alli

Alli, 3.2.2009 kl. 10:54

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ármann

Ég er ekki sammála þessu mati þínu. Þetta er þvert á móti mjög sterkur leikur hjá þessum pólitísku andstæðingum okkar. Þau setja fagfólk yfir þessa tvo málaflokka, bankana annars vegar og dómsmálin hins vegar. Með þessu slá þau margar flugur í einu höggi.

  • Stjórnin eykur verulega trúverðugleika sinn og að faglega verði og sé unnið að endurreisn bankanna og það mun varpa trúverðugleika yfir nýja stjórn og forstjóra Fjármálaeftirlitsins að maður eins og Gylfi Magnússon muni skipa þá.
  • Stjórnin eykur verulega á trúverðugleika sinn og að faglega verið staðið að rannsókn á bankakerfinu og hruni þess, eftir allar hinar misheppnuðu og ótrúverðugi tilraunirnar sem að mestu gengu út að feður áttu að rannsaka syni sína. 
  • Báðir þessir málflokkar eru mjög viðkvæmir og mikil tortryggni gagnvart allt og öllum. Þessir flokkar og þeirra forystumenn sleppa því við það skítkast sem væntanlega mun fylgja því að sitja í þessum embættum. Það eiga örugglega eftir að finnast mikið af beinagrindum inn í mörgum skápum og hver vill vera bankamálaráðherra í þegar kosið verður eftir tvo og hálfan mánuð? Ég held að þetta fólk sem þú nefnir sé guð lifandi fegið að þurfa ekki að mæta í næstu kosningar sem bankamálaráðherra með öll þau mál sem munu dúkka upp fram að kosningum á bakinu. Þessi tvo embætti geta eyðilagt hvaða stjórnmálamann sem er á þessum tíma fram að kosningum.

Nei Ármann, þetta var snilldar leikur hjá þessum flokkum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.2.2009 kl. 10:56

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hjá þúsund sinnum fjölmennari þjóð, Bandaríkjamönnum, er iðulega leitað út fyrir flokkana og þingið til að skipa ráðherra.

Stjórnmálamenn bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er á Íslandi. Nú er sem betur fer stórvaxandi hljómgrunnur fyrir því í þjóðfélaginu að fela hæfasta kunnáttufólki, sem völ er á utan þings til að fara með framkvæmdavaldið og efla á hinn bóginn eftirlitshlutverk þingsins og þingræðið.

Það er fullt starf að vera ráðherra og eins gott að ráðherrarnir þurfi ekki líka að sinna skyldum sem þingmenn.

Og öfugt, því það ætti líka að vera fullt starf að vera þingmaður.

Ómar Ragnarsson, 3.2.2009 kl. 12:49

15 identicon

Ármann...

Mér finnst Þú ekki sýna mikinn skilning á þvi sem hefur verið að ske í þjóðfélaginu s.l. mánuði. Þú ert einn af höfundum Hrunsins og ættir að sjá sóma þinn í að segja þig frá sætum á framboðslistun í næstu kosningum og eyða kröftunum þínum í að aðstoða hæfa einstaklinga til að taka við. (Þessi athugasemd á við alla sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar.)

Rétt er að þeir þingmenn sem tóku þátt í hruninu sem sannarlega sýna iðrun og vilja gera yfirbót og sýna að þeir hafi hugmyndir og kraft til að vinna þjóðinni (ekki sérhagsmunum) gagn eigi kost á að sjást á framboðslistum en þingmenn sem bara haga sér eins og ekkert hafi breyst með svona athugasemdum eins og þú kemur með hér ættu að leita sér að annarri vinnu.

Fráfarandi viðskiptaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra voru búnir að fara þannig með ráðuneyti sín að það þarf að endureisa traust almennings á þvi hvernig farið er með málefni viðskiptalífsins og dómsmála. Það er við hæfi að fagfólk stýri þessu ráðuneytum fyrst um sinnn.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:32

16 identicon

Undarlegur þessi málflutningur ykkar sjálfstæðismanna að gagnrýna þessa utanþingsráðherra sem ólýðræðislega. Allir sem fylgjast með vita af hverju þessi leið var farin og það hefur ekkert að gera með hæfi þeirra manna sem í flokkunum eru. Þetta er bara pólitískt skítkast. Ég man ekki eftir því að það hafi þótt ólýðræðislegt að skipa Jón Sigurðsson, þá formann framsóknar, eða Geir Hallgrímsson, þá formann ykkar sjálfstæðismanna, sem ráðherra þó þeir væru utan þings. 

Ingólfur Sigmundsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:15

17 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Minni þig á að þú studdir ríkisstjórn sem var skipuð utanþingsmanni, Jóni Sigurðssyni, þá Seðlabankastjóra.

Gestur Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 23:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband