Spaugilegar afsakanir Spaugstofumanna

Ég er einn af þeim sem skildi ekki húmorinn í síðasta Spaugstofuþætti og fannst satt best að segja farið langt yfir strikið. Hvað sem hver segir þá er umfjöllun um sjúkdóma mis viðkvæm. Það er allt annað að gera grín að bruna á baki en t.d. krabbameini svo dæmi sé tekið. Þá segir einhversstaðar að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og víst er að þær eru fleiri en sál borgarstjórans í þessu tilviki. 

Loksins kom þó eitthvað fyndið út úr þessum blessaða þætti þegar talsmenn Spaugstofunnar fóru að útskýra húmorinn. Þeir voru semsagt ekki að gera grín að borgarstjóranum heldur fréttamönnunum. Nú skil ég og líður miklu betur, sé allavega spaugilegar hliðar á þessum lélegu afsökunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Eins og segir í laginu: "Þetta er bara spaugstofan" en hvað um það, mér fannst þetta mjög góður þáttur og yndislegt að heyra hvernig Örn nær Davíð sem "The godfather"

Sævar Einarsson, 29.1.2008 kl. 12:13

2 identicon

Hér bloggar kjarkmikil kona: 

http://harpa.blogg.is/

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband