Ábyrgir kjarasamningar

Nú þegar við höfum þurft að skerða þorskinn, aflýsa loðnuveiðum og horfa upp á glímu bankanna var mikilvægt að fá þær góðu fréttir að búið væri að skrifa undir kjarasamninga sem gilda til loka nóvember mánaðar 2010 ef forsendur þeirra ganga eftir. Það er gríðarlega mikilvægt að þetta sé í höfn og að við ættum að geta séð stöðugleika á þessu sviði næstu árin og er grunnurinn að því að stöðugleiki komist á í efnahagslífinu yfirleitt.

 Annað sem er mjög mikilvægt í þessum samningum er að þeir taka raunverulega á launum þeirra sem lökust hafa kjörin. Hversu oft hefur ekki verið talað um að bæta kjör þessa hóps en ekkert gengið eftir í þeim efnum þar sem prósentuhækkanir hafa gengið upp allan launastigann með tilheyrandi vísitöluhækkunum. Með krónutöluhækkunum eins og þessir kjarasamningar kveða á um og þá sérstaklega fyrir hópa sem ekki hafa notið launaskriðs, er beitt nýrri hugsun við gerð kjarasamninga og því ber að fagna.

 Ég held að allir geti tekið undir með forsætisráðherra um að þeir sem komu að gerð þessa kjarasamnings eigi heiður skilinn fyrir áhersluna á hækkun lægstu launa og ábyrga afstöðu að öðru leyti. Þá mun útspil ríkisstjórnarinnar vera mjög mikilvægt í öllu þessu samhengi og styrkja samkomulag það sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu með sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jóhann Sigurðsson

Þetta er nú meira bullið hjá þér Ármann. Ríkið tekur strax staðgreiðslu af þessum 18.000.- Eftir stendur rúm 11.000.- sem eru löngu farnar í hækkun á eldsneyti, hækkun á vöxtum, hækkun á komugjöldum, hækkun á tannlæknakostnaði og svona mætti lengi telja. Þetta er launahækkun sem nú þegar er búið að taka af fólki. Lægstu launin ná ekki enn lágmarksframfærslukostnaði, sem er til skammar. Það er því meinlísis rangt að verið sé að taka á láglaunastefnunni með raunhæfum hætti í sjálfum kjarasamningnum. Hins vegar munu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eitthvað létta róðurinn hjá þeim sem lægt hafa launin, en þó ekki fyrr en á næsta ári eða næstu þremur árum.

Ég á ekki von á öðru en að þessir samningar verði felldir, enda skila þeir ekki neinu miðað við aðstæður. 

Ari Jóhann Sigurðsson, 21.2.2008 kl. 10:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband