Sein viðbrögð Hafró

Árni Friðriksson við loðnuleit

Ólíklegt er talið að loðnumælingar skili niðurstöðum í dag. Árni Friðriksson, rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, leitar nú að loðnu sunnan við landið. Fjögur fiskveiðiskip leggja stofnuninni lið við leitina.

 -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

(stuttu síðar) 
Innlent |mbl | 26.2 | 21:09

Loðnumælingar standa enn yfir

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson er nú við loðnumælingar rétt vestan við Vík í Mýrdal. „Hún er komin þangað gangan og við erum að mæla,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri í samtali við mbl.is nú í kvöld. Hann segist ekki geta sagt til um það hvenær mælingunum muni ljúka.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í ljósi þess að Kristján Þór Júlíusson alþingismaður kallaði eftir því að rannsóknaskip Hafrannsókanstofnunarinnar leystu festar í blíðskapaveðri á fimmtudag í síðustu viku eru ofangreindar fréttir stór merkilegar. Ástæðan var sú að hann hafði undir höndum mælingar frá 2 fiskiskipum sem sýndu loðnutorfur á miðunum sem ekki voru teknar með í reikninginn þegar loðnuveiðum var aflýst á hádegi sama dag. Kallaði hann eftir því að Hafrannsóknastofnunin og útgerðamenn hittust undir eins og færu yfir málið. En hvað var gert? Beðið var fram yfir helgi og þá fyrst haldið til hafs á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Í kjölfarið bárust ofangreindar fréttir sem sýna að menn höfðu enga trú á upplýsingum sjómanna.

Ég hef alltaf verið tilbúinn til þess að verja málstað Hafrannsóknastofnunarinnar og vísindamanna hennar. Ég hef líka ákveðnar efasemdir um loðnuveiði yfirleitt. Það breytir hins vegar ekki því að þær veiðar eru stundaðar og að hver mínúta skiptir máli þar sem loðnan verður ekki veidd eftir að hún er búin að hrygna. Hver dagur í veiði skapar um 60 milljónir króna í tekjur fyrir þjóðarbúið og veitir víst ekki af.

Hvers vegna var ekki blásið til samráðsfundar og síðan ýtt úr vör og lagt af stað til mælinga þegar nýjar upplýsingar um loðnu bárust sl. fimmtudag? Eftir hverju var verið að bíða. Þetta sýnir að málstaður þeirra sem hafa hvatt til samkeppni í hafrannsóknum á fullan rétt á sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Má ég benda þér á að loðnan er veidd á meðan hún er að hrygna og einnig meðna hún er í dauðateygjunum...

Runólfur Jónatan Hauksson, 26.2.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég var að blogga um þetta sama mál og er sammála þér Ármann en mig grunar að þáttur veiða sé stólega ofmentinn á kosnað umhverfisþátta.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég vil benda á tvennt.

1. Loðnan hefur varla komist inn á Breiðafjörð, sínar hefðbundnu hryggningarslóðir nema örfáum sinnum á síðastliðnum áratug.

2. Mun mikilvægara væri fyrir þjóðarbúið að leitað væri af þorski með sama ákafa og nú er gert við leit að loðnu.

Hérna ályktun sem Forseti FUS Snæfellsbæ sendi frá sér um þessi málefni. 

Fannar frá Rifi, 27.2.2008 kl. 12:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband