4.3.2008 | 16:01
Er að birta yfir hjá bönkunum?
Um leið og umræða hófst á þinginu um stöðu efnahagsmála bárust þær fréttir að Kaupþing banki hafi lokið við fjármögnunin á kjörum sem eru töluvert lægri en núverandi skuldatryggingaálag bankans er á markaði. Þetta eru ánægjulegar fréttir og sýnir að bankinn hefur að einhverju marki náð að útskýra raunverulega stöðu sína. Þetta ætti að róa nokkuð fjármálamarkaðinn því þetta bætist við þá nýlega frétt um að bankinn bætti lausafjárstöðu sína um 1,3 m.a. Evra með breytingum á áherslum sínum í rekstri Singer & Friedlander.
Í stað þess að þingmenn sæju birtuna í umræðunni drógu þeir allir meira og minna upp svarta pensilinn og máluðu allt svart að undanskildum forsætisráðherra Geir H. Haarde sem fór yfir stöðuna og greindi hana án allra öfga eins og honum er einum lagið.
Stjórnmálamönnum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála hverju sinni og það er ekki góð pólitík að stinga höfðinu í sandinn. Hins vegar er það ekki hlutverk þeirra að tala niður ástandið og gera það enn verra en raun ber vitni. Slíkt getur virkað eins og spírall niður á við á efnahagslífið og gert ástandið verra en það raunverulega er.
Sérfræðingar Moody's hafa ásamt mörgum öðrum sérfræðingum sem gleggst til þekkja staðfest mikinn styrk íslenskum bankanna. Vonandi eru þessar fréttir af Kaupþingi forsmekkurinn af því sem koma skal og álag á bankana fari nú að þróast í eðlileg átt. Í því sambandi erum við fyrst og fremst háð hinum alþjóðlega fjármálamarkaði en nýjustu fréttir af húsnæðislánamarkaðnum í Bandaríkjunum gætu verið betri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Athugasemdir
Heldur þú ekki Ármann að samdráttur í sölu fasteinga uppá tæp 40%, væru ekki ærið áhyggjuefni stjórnmálamanna í öllum þeim löndum er við viljum bera okkur saman við, svo maður tali nú ekki um stjórn og stjórnendur Seðlabankans. Því miður virðist þið stjórnmálamenn álíta að vandamál ísl. bankanna, sé tilkominn að stærstum hluta vegna ástands í alþjóðlegu fjármálaumhverfi, en virðist algjörlega gleyma eða fatta að stór hluti fjármögnunarvanda bankanna er til kominn vegna kolrangrar peningamálastefnu Seðlabankans, sem þið virðist ekki hafa dug né þor til að taka á.
haraldurhar, 4.3.2008 kl. 23:36
Geri ekki lítið úr háum vöxtum, en ef við lítum aðeins nokkrar vikur aftur í tímann var helsta áhyggjuefnið mikil sala á fasteignum og áhrif verðahækkana fasteigna á vísitöluna. Markaðurinn hlaut því að fara í einhvern leiðréttingarfasa sjálfur hafði ég búist voð honum miklu fyrr. Spurningin er hvers vegna fór skriðan af stað, fóru bankarnir kannski of geyst?
Ármann Kr. Ólafsson, 5.3.2008 kl. 00:24
Bankarnir skulduðu erlendis um síðustu áramót 2800 milljarða umfram eignir, skv. seðlabankanum, (sjálfsagt komið yfir 3000 milljarða núna) þannig að 100 milljarðar eru nú bara dropi í hafið.
Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 10:33
Sjáðu nú til.
1. Ágætis byrjun væri að lesa greinina hans Ragnars Önundasonar í Mbl í gær. Þar rekur hann skýrt og klárlega grunn vandans.
2. Síðan væri ekkert úr vegi, að kippa hausnum uppúr sandinum, hvað varðar þau kerfi sem Kratar komu á og við, --einhverra hluta vegn,--viðhöldum af elju og eldmóði. Item Ólafslög.
Item Kvótalög
3. Skoða hvernig í ósköpunum það má vera, að Sjálfstæðismenn leyfi sér að verja svona axlarbanda, beltis, bleyju-kerfi.
4. Setja upp í Exel afborganir venjulegra heimilisfeðra/mæðra, miðað við ,,eðlilega" vexti og öngva Verðtryggingu annarsvegar og svo hinnsvegar eins og nú er komið málum.
5. Hyggja að, hverjir komi til með að kjósa okkur, þegar þetta er komið inn í kollinn á fólki almennt.
6. Ígrunda vel, hvort eitthvað það sem sagt er og gert er í þeim leynum, sem bankakerfið og ,,Markaðurinn" er stangist á við eðlileg lög og rétta færslu bókhalds.
7. Stinga þim lóðbeint í grjótið, sem sekir verða um fjárglæfra með fé almennings, svo sem Lífeyrissjóði en ljóst er nú, að þrátt fyrir varnaðarorð ýmissa hafa sjóðir þeir sett fé sitt í all stórum mæli inn í svikamyllurnar og glatað því í vasa einhverra, því ekki gufa peningar upp sem unnið hefur verið fyrir hörðum höndum ,,með illa lyktandi tær"
8. Skoað Kvótakerfið og horfa á afleiðingar þess, a´LÍFRÍKIÐ umhverfis landið, sumt óafturkræft, svo sem niðurbrot á Kórlasvæðum og annað slíkt.
9. Afnema Kvótakerfið og öll önnur Kratísk kerfi hér á okkar góða landi.
10. Skammast ykkar fyrir að hafa ekki gripið mun fyrr inn í þær myllur, sem lágu ljósar fyrir og allmargir hafa lýst en sérstaklega ungir íhalds og Kratamenn hafa rembst við að loka augunum fyrir en viljað horfa á glýjur einkaþotna, allar á krít, sem kennimerki þess, að allt væri í lagi.
Miðbæjaríhaldið
ekki skemmt yfir aulahætti sinna manna.
Bjarni Kjartansson, 5.3.2008 kl. 11:56
Amen.
Baldur F.
Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 12:41