Er krónan að syngja sinn svanasöng?

Sálarástand þjóðarinnar hefur verið að breytast mjög hratt á undanförnum vikum og mánuðum. Þetta má sjá á því að væntingarvísitalan hefur lækkað hratt og er nú svo komið að við höfum sveiflast frá því að vera ofubjartsýn yfir í það að vera svartsýn á ástandið. Því miður að það ekki svo að þetta sé einangrað við Íslendinga því þetta á við um nánast alla heimsbyggðina. Fylgni sálarástands þjóðarinnar virðist sveiflast í takt við íslensku hlutabréfavísitöluna.

Þetta er í sjálfu sér eðlilegt enda er ástand á hlutabréfamarkaðnum gjarnan spurning um stemningu. Oft er líka sagt að það séu tvær megin breytur sem ráða hegðun á markaðnum en það er annars vegar græðgin og hins vegar óttinn. Ég held því miður að við höfum séð talsverð sannindi í þessu þegar við horfum til baka.

Ekki er langt síðan að það voru fréttir af því dag eftir dag að byggingarmarkaðurinn væri allt of þaninn, verð á íbúðum væri orðið allt of hátt og að eftirspurn eftir vinnuafli væri allt of mikil sem aftur ýtti enn frekar undir þensluna. Allt hefur þetta síðan ýtt undir hátt vaxtastig þar sem reynt er að halda aftur af neysluæði þjóðarinnar en kemur sér auðvitað illa fyrir skuldsett fyrirtæki. Margir hafa því stigið fram á sjónarsviðið og sagt að þessu verði að linna því umrætt ástand gengi ekki upp til lengdar.

Nú hefur það svo gerst að þenslan virðist vera að ganga til baka. Sagðar eru fréttir af því að dregið hafi úr þenslu á vinnumarkaði og jafnvel svo komið að einstakir aðilar hafi sagt up starfsfólki. Það mætti því ætla að við værum á réttri vegferð miðað við það sem áður var sagt. Sú er þó ekki raunin því þjóðin er strax byrjuð að óttast bakslagið sem allir höfðu þó talið að væri bráð nauðsynlegt stuttu áður.

Markaðurinn er að bregðast við breyttu ástandi en ekki er ljóst hversu langan tíma það tekur að finna nýjan jafnvægispunkt. Það sem er þó öðruvísi nú í seinni tíð en fyrir aldamót er að krónan sem stjórntæki, nýtist okkur ekki með sama hætti og áður. Sveiflujöfnunin sem var henni eiginleg áður en útrásin hófst er ekki lengur til staðar. Sveiflujöfnunin fólst meðal annars í því að þegar viðskiptahalli þjóðarinnar varð óeðlilega mikill þá leiddi mikil eftirspurn eftir gjaldeyri til þess að hann hækkaði í verði, krónan veiktist, erlendar vörur urðu dýrari og það dró úr eftirspurn eftir neysluvöru. Á þessum tíma var heldur ekki aðgangur að erlendum “ódýrum” lánum sem héldu uppi neyslustiginu. (Hér er ekki litið til þess hlutverks sem halli á ríkissjóði spilaði á þessum tíma)

Umhverfi seðlabankans hefur breyst þar sem honum er ætlað að halda verðbólgu innan ákveðinn marka. Þetta hefur það í för með sér að þegar krónan hefur gefið eftir gagnvart öðrum gjaldmiðlum sem aftur leiðir til hærri verðbólgu hafa vextir verið hækkaðir. Þar sem Ísland er nú hluti af alþjóðlegu hagkerfi hefur það leitt til þess að erlendir fjármagnseigendur eru farnir að spila á vaxtamun milli Íslands og annara landa. Þetta hefur leitt til þess að þegar viðskiptahallinn er eins og hann hefur verið undanfarin ár leiðir það ekki til þess að aukin eftirspurn eftir gjaldeyri leiði til sjálfvirkrar leiðréttingar á krónunni þar sem hún gefur eftir og gjaldeyrir verður dýrari og innflutningu minnkar. Heldur þvert á móti hefur þetta leitt til þess að útlendingar dæla gjaldeyri inn í landið, hann verður áfram ódýr og ekkert slær á viðskiptahallann. Eftir sem áður heldur krónan áfram að sveiflast sem skapar viðskiptalífinu erfitt rekstrarumhverfi.

Það er því ekkert óeðlilegt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort rétt sé að halda í krónuna ef við höfum ennþá stærsta gallan hennar þ.e. sveiflurnar og kostirnir eru ekki lengur fyrir hendi þar sem hún endurspeglar ekki ástandið í efnahagsmálunum. Hún okkur ekki sem stýritæki lengur.Hver sem niðurstaðan verður þá koma skyndilausnir ekki til með að breyta þeim raunveruleika sem við stöndum frammi fyrir núna. Hér þarf að koma á stöðugleika og Seðlabankinn spilar stórt hlutverk í þeirri vegferð. Ýmsir hafa bent á að nauðsynlegt sé að hleypa verðbólgunni í gegn og fá þannig verðbólguskot. Í því samhengi verður ekki litið framhjá því að slík aðgerð getur veikt stöðu heimilanna mikið í ljósi þess að þau eru skuldsett í verðtryggðum lánum sem tækju miklum hækkunum. Betra væri ef okkur tækist að kæla hagkerfið þannig að verðbólgan rjúki ekki upp við lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Það getur verið sársaukafullt tímabil en nauðsynlegt fyrir stöðugleikann. Þá fyrst er mögulegt sé að taka upp annan gjaldmiðil ef menn telja það þjóna íslenskum hagsmunum en það eru þeir sem þetta allt gengur út á.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef svo er, er það öngvum öðrum en ykkur pólitíkkusunum að kenna.

Eftirlit með ,,fjárfestum" sem eru ekkert annað en spákaupmenn, er ekkert og þegar viðvörunarbjöllur hringja í eyrum allra, aþð er annarra en bnakamanna og ykkar, farið þið í að þyggja par´ti og ráðstefnur um ,,útrás" og svoleiðis fínt.

Þið eru gersamlega úti á túni í þessu efni.

Krataliðið sem nú er uppí hjá okkar Flokk vill inn í Kratíska samfélag kommsisara.

Ef skipta á út okkar Krónu legg ég til gjaldmiðil, sem ekki er stjórnað af Krötum og ber þar hæst Sviss Frank.

 Ef þið getið ekki kla´rað hlutina, segið þá af ykkur og farið í önnur störf.

Miðbæjaríhaldið

e.s.

Möllerinn er að rassskella ykkur ,,kjörna fulltrúa" héðan af Hfuðborgarsvæðinu.

Bjarni Kjartansson, 14.3.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessar sífelldu hækkanir á stýrivöxtum virðast hafa sáralítil áhrif á verðbólgu enda sækja menn sér bara lánsfé til útlanda (framhjá stýrivöxtunum) ef þeir kjósa svo.  Þannig hefur lánsfé sogast inní landið í formi almennra lána, húsnæðislána, fyrirtækjalána, bílalána og síðast en ekki síst jöklabréfa. Þannig hefur seðlabankinn, í stað þess að hamla verðbólgu, eins og að var stefnt, komið landinu í vítahring.  Þó Davíð sé nýliði þarna hlýtur hann að vera búinn að átta sig á þessu.

Sigurður Þórðarson, 14.3.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvernig væri ástandið ef Seðlabankinn stýrði ekki vöxtunum Sigurður?

Heldur þú að Davíð sé allsráðandi í Seðlabanka Íslands?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.3.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ármann, þú átt hrós skilið að hafa hugrekki til að ræða stöðu mála óháð kreddum þjóðrembu. Það á að vera öllum leyfilegt líka í Sjálfstæðisflokknum að velta málum fyrir sér og hver og einn þingmaður á að fylgja sannfæringu sinni. Bjarni K og Bjarni H eru úti á túni með umræðuna um Svissneskan franka.

Það er lítil hagræðing af því að taka upp gjaldmiðil þjóðar sem við eigum takmörkuð viðskipti við. Til að njótasamlegðaráhrifa og kosta tengsla við stærri myntbandalög þarf að huga að upptöku annað hvort evru eða dollars. Tel að við séum komin það langt í samþættingu við þjóðir með evru að ekki sé spurning hvor gjaldmiðillinn hentar betur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.3.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heimir, Davíð er ekki allsráðandi en hann ræður mestu.

Gunnlaugur, þú ættir að kynna þer hvernig Evrópusambandið hefur farið með sjávarbyggðir í Skotlandi og Írlandi. Ef Íslendingar eru búnir að gefast upp á að stjórna sjálfum sér, af hverju ganga þeir þá ekki í Noreg? Það er þó styttra skref.  

Sigurður Þórðarson, 14.3.2008 kl. 15:42

6 Smámynd: haraldurhar

   Að fyrstu vil ég þakka þér Ármann fyrir bloggfærslur þínar, sem að mínu áliti eru þær hreinskilnusu, er ísl. pólitíkus lætur frá sér fara, og ekki síst að þú hefur hugrekki til að hafa opið fyrir andsvör, mættu fleiri taka upp þann hátt.

    Eg get tekið undir margt er kemur fram í bloggi þínu, en það sem stendur uppúr í mínum huga er arfavitlaus peningamálastefna Seðlabankans, og láta sér koma til hugar að hægt sé að halda aftur af verðbólgu til lengri tíma með þvík að hafa okurvexti á stýrilánum, á meðan frjálst flæði erl. fjarmagns er staðreynd.

     Mín skoðun er sú að lækka eigi vexti nú þegar, og hafa þá í samræmi við það sem siðaðar þjoðir telja sé eðlilegt.  Það er mun betra að hleypa undirliggjandi verðbólgu í gegn heldur en lifa áfram í þessum blekkingarheimi.  Það getur enginn þjóð lifað á því að flytja inn fjármangn, og aðalútfluingur sé vextir.

    Setja verðu ný lög yfir Seðlabankann, og skipa honum stjórn og forstjóra, er hafa til þess menntun og reynslu.    Við höfum ekki efni á því að nota Seðlabankann sem elliheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn.

    Bjarn er nu ekki út á túni, eg gæti bezt túað að hann væri í hlöðunni, að leika sér, og ef menn vilja taka upp annan gjaldmiðil, þá álít ég að vert væri að horfa til Rúblunar, sem kemur til að verða einn sterkasti gjaldmiðill á komandi árum, auk þess sem verðmæti hans styðst að verulegu leit við hráefna og orkuverð, og ekki svo ýkja ólík tekjusamsetningu okkar.

haraldurhar, 15.3.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Grundvallaratriði að á Íslandi er bara ein tegund þenslu í gangi sem er aukning ríkisútgjalda, einkageirinn er í samdrætti.  Verðbólga á Íslandi er framleiðsludrifin en ekki eftirspurnardrifin.  Seðlabanki Íslands getur ekki náð niður verðbólgu á hrávörum á heimsvísu sama hve stýrivextir eru háir.  Stýrivextir ná ekki að halda uppi krónunni því bankakerfið getur ekki ávaxtað fleiri krónur og bankarnir hafa ekki ráð á að missa gjaldeyri. 

 Á Íslandi er stunduð verðbólgusjálfspynting með ofmældri verðbólgu sem í raun er 3,5% samanborið við 3,2% á Evrusvæðinu samkvæmt samræmdri mælingu. (skortur á gæðaleiðréttingu á húsnæðisliðnum leiðir til ofmats á hækkunum og vanmats á lækkunum undanfarinna mánaða)

Síðan 2001 hefur verið keyrð hér á landi ein vitlausasta hagfræðitilraun í nútímahagfræði sem hefur falist í útgjaldaþenslu og skefjalausum samkeppnisrekstri hins opinbera á sama tíma og Seðlabanki reynir að kyrkja atvinnulíf og nýsköpun með háum stýrivöxtum.  Sá skellur sem framundan er verður spyrtur við versta fjármálaráðherra sögunnar Geir Haarde sem nú reynir að endurraða þilfarsstólunum á Titanic.

Arnar Sigurðsson, 15.3.2008 kl. 11:37

8 Smámynd: Áddni

Það er gaman að sjá og heyra að tiplar létt á fótunum yfir þá staðreynd að skuldir heimilanna aukist sökum verðtryggingar.

Ekkert launungarmál er að Seðlabankanum hefur mistekist hrapalega í að halda verðbólgu niðri og því sífellt að harna í árinni hjá fólki sem að hélt að það væri með lán á 4-5% vöxtum, en í raun eru 11-12%.

Mín spurning er af hverju erum við enn með verðtryggingu ? Hvaða "banana-lýðveldi" erum við að þurfa hana og hvers vegna reyna stjórnvöld ekki að bæta hag KJÓSENDA með því að fjarlægja hana?

Hvar stendur Ármann á þessu ?

Áddni, 27.3.2008 kl. 11:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband