Bílstjórar með mikilmennskubrjálæði?

Mikið þótti mér leiðinlegt að horfa upp á aðgerðir trukkabílstjóra í dag. Enn sárara þótti mér að horfa upp á unga fólkið úr framhaldskólunum taka þátt í þessari vitleysu. Toppurinn á dellunni var svo að heyra af því að bílstjóri hefði barið skólabílstjóra og bakkað inn á skólalóð barna- og leikskóla í Kópavogi.

Hvernig dettur trukkabílstjóra í hug að ógna öryggi barna í kópavogi með síkum hætti. Svo er því haldið fram að þessir atburðir tengist ekki. Múgæsingurinn er augljós 

Þetta var þó ekki það versta. Heldur hitt að við foreldrar höfum kennt börnum okkar að umgangast hvort annað af virðingu. Í skólanum þurfa þau svo að horfa upp á það að trukkabílstjóri af nálægu byggingarsvæði rennir vörubílnum sínum inn á skólalóð leikskóla og grunnskóla, hrópar ókvæðisorð að öllum í kringum sig og lemur bílstjóra skólarútunnar. Trukkabílstjórar, berið þið enga virðingu fyrir sjálfum ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þetta er athyglisverður pistill. Ég hef hvergi rekist á fréttir af þessari uppákomu sem þú nefnir milli tveggja atvinnubílstjóra á einhverri skólalóð.  Vont er ef satt er.

Hitt er þó athyglisverðara að ekkert er minnst á efnavopnanotkun lögreglunnar, handtöku tuttugu og eins mótmælanda og haldlagningu á sextán ökutækjum.

Þú virðist því nokkuð sáttur við að það sé haft fyrir börnunum.

Sigurður Ingi Jónsson, 23.4.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Landfari

Þessir vörubílstjórar eru ekki kjörnir til að stjórna landinu. Ekki heldur umferðinni. Þeir eru með fáránlega kröfu um að almennir skattgreiðendur verði látnir greiða niður hækkandi rekstrarkosnað bílanna.

Ef þeir, eins og aðrir, fara ekki að fyrirmælum lögreglu er lítið annað að gera en handtaka þá.

En hvaða mál er þetta með skólabílstjórann?

Landfari, 24.4.2008 kl. 00:25

3 identicon

Þótti þér ekkert leiðinlegt að horfa uppá hinn vopnaða skríl sem fór offari á svæðinu?

Þessir menn hafa verið sviknir um svör frá Geir Haarde í þrjú ár, það er ekkert leiðinlegt?

Eins og aðrir íbúar landsins hafa þeir orðið fyrir barðinu á núverandi ríkisstjórn sem hefur með fullkomnu getuleysi kostað land og þjóð óhugnanlega mikla peninga, er það ekkert leiðinlegt?

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:45

4 Smámynd: Indriði Ingi Stefánsson

Ég verð að vera algerlega ósammála því að þarna hafi mótmælendur alfarið átt sök.  Ef aðgerðahópur lögreglunar þolir ekki að mótmálendur seú þeim ósammála eru þeir ekki vaxnir starfi sínu.

Indriði Ingi Stefánsson, 24.4.2008 kl. 02:04

5 identicon

Rólegur þingmaður,

Hvernig veistu að erjur tveggja bílstjóra í Kópavogi eru hluti af allsherjar samsæri atvinnubílstjóra? Og jafnvel þótt lögreglan hafi unnið samkvæmt sínum heimildum í dag; verðum við ekki samt að setja spurningarmerki við siðferði þeirra sem leggja lykkju á leið sína til þess að lúskra á menntaskólanemum með gasi og kylfum?

Sigtryggur Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 03:10

6 identicon

Bílstjórinn sem keyrði inn á hringtorgið við skólann var ekki að taka þátt í mótmælunum,enda mótmælin á suðurlandsvegi en ekki í Kópavogi!!Ég er ekki að réttlæta það að aka inná skólalóð til að snúa við né að veitast að skólabílstjóranum,en rétt skal vera rétt.Líklega er Ármann að reyna að réttlæta framferði  lögreglu með því að draga þetta atvik inn í umræðuna um mótmælinn.Ég held hann ætti heldur að hlusta á öskrinn í lögreglumanninum sem gekk með úðabrúsa og öskraði gas gas,og athuga hvað hægt er að gera fyrir hann.

Bech (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 05:43

7 identicon

Það fór um mann kjánahrollur við það að sjá og heyra lögregluna hrópa GAS GAS GAS GAS GAS og hlaupa svo í átt að bensínstöðinni þar sem vildi svo vel til að ég var stödd á . Fólk skelli hló, að þessari uppálkomu. Lögrelgan setti niður við þessar aðgerðir, þvi það var ekkert ofbeldi í gangi fyrr en þeir meinuðu manninum að fara inn í bílinn sinn.

hildur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:29

8 identicon

Ég fæ ekki betur séð en að lögreglan hafi gert það sem henni bar að gera gagnvart lögbrjótum. Hún hefur fram að þessu sýnt umburðarlindi og leift trukkabílstjórum að koma sínum málstað á framfæri. Þegar fólk er farið að henda grjóti að lögreglu er málið orðið grafalvarlegt og spurning hvort rafbyssur séu ekki orðin nauðsynleg tæki fyrir lögreglu til að minka hættu á meiðslum á fólki. Lögreglumaðurinn sem öskraði gas, gas var að vara fólk við hvað það ætti á hættu færi það ekki að fyrirmælum lögreglu, sem mönnum ber að gera. Samúð mín með trukkabílssjórum er horfin, nú er nóg komið og þeim ber að fara að lögum eins og öllum landsmönnum.

Ólafur I (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:37

9 identicon

Ég verð að setja stórt spurningarmerki við síðustu setningu þessarar færslu háttvirts þingmanns, "Trukkabílstjórar, berið þið enga virðingu fyrir sjálfum ykkur?"

Ertu að setja alla trukkabílstjóra undir sama hatt? Ertu að beina þessari spurningu að trukkabílstjórum almennt í landinu? Sjálfur er ég ekki þingmaður en er þó nógu vel gefinn til að láta ekki frá mér slíka fordóma á opinberum vettvangi. Eða á ég kannski að gefa það út að þingmenn almennt séu hálfvitar?

Garðar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:52

10 identicon

Varðandi skólabílstjórann í fréttunum fannst mér hann vera að slá sig svolítið til riddara. Ef einstaklingar sjá aðra fremja lögbrot á að kalla á lögregluna, ekki þykjast vera lögregla. Hvernig yrði ástandið á götum borgarinnar ef venjulegir ökumenn færu í lögguleik á annatímum í umferðinni? Þingmanni sem taka á alvarlega verður að vera ljóst hverjir framfylgja lögum og hverjir ekki. almennir borgarar, lika ökumenn, eru ekki löggur og eiga ekki að kenna öðrum lögin.

Svo á lögregla að sýna langlundargeð ef hún ætlar að ná árangri - annars fer í verra

Svavar Stefánsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:19

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Olafur þú mælir með tazer byssum til að forðast meiðsli eru manslát þá ekki meiðsli hvet þig til að leita uppi myndband á you tube sem sínir lögreglu drepa pólskan mann með tazer byssu en það eru kannski ekki meiðsli að þinu mati Atburðir gærdagsins sýna það að Íslensk lögregla er ekki fær um að bera .þannig vopn. Þakka síðan færsluna Ármann hún hjálpar mér í næsta prófkjöri

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.4.2008 kl. 12:07

12 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Til að forðast miskilning þá var það Kanadísk lögregla sem að myrti Póllverjan með tazer

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.4.2008 kl. 12:08

13 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég hef alið börnin mín upp við að bera virðingu fyrir lögreglunni en eftir atburði gærdagsins verður það mun erfiðara. 

"Heldur hitt að við foreldrar höfum kennt börnum okkar að umgangast hvort annað af virðingu."  Hvert annað, þegar um er að ræða fleiri en tvo.

Þóra Guðmundsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:23

14 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Ármann, þú ert þingmaður í Reykjavík, er það ekki? Sem sagt þú ferð lítið sem ekkert út á land(nema vera skildi að þú ættir eða hefðir aðgang að sumarbústað). En næst þegar þú ferð kíktu þá í kringum þig og skoðaðu "hvíldarplönin" sem eru þar. Skoðaðu snirtiaðstöðuna og þar sem mennirnir og konurnar eiga að hvíla sig því þau meiga víst ekki hvíla sig í bílunum því þeir eru ekki taldir sem "réttu" hvíldarstaðirnir.

Eiginkona bílstjóra sem keyrði mikið úti á landi.

Anna Heiða Stefánsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:26

15 identicon

Ármann ... ertu að segja mér að þér hafi ekki fundist það fyndið þegar "nasistarnir" mættu á svæðið? Það atriði sló í gegn fannst mér.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:54

16 identicon

Jón Aðalsteinn, engin vopn eru hættulaus, hvorki gas eða kylfur. Rafbyssur hafa slíkan mátt að þær draga úr áhrifum meiðsla og hvetja menn með skýrum hætti að fara að tilmælum lögreglu. Ert þú Jón Aðalsteinn að mæla því bót að menn fremji lögbrot og hagi sér með þeim hætti sem þessi skríll gerði? Hendandi grjóti að lögreglu sem hæglega hefði getað kostað líf, nei ég hef enga samúð með slíku fólki og þótt í góðu lagi að stuða slíka aðila með rafbyssu sem hefði hugsað sig örugglega tvisvar eða oftar um áður hann gerði það aftur. Lögreglan er að vinna í okkar þágu og ef við viljum hafa lögin öðruvísi þá breytum við þeim á Alþingi.

Ólafur I (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:30

17 identicon

Vill líka taka það fram að steinum var ekki kastað fyrr en eftir að löggan fót yfirum í látunum í gær.... algerlega ófyrirgefanlegt að kasta grjóti en með aðgerðum löggunnar blossaði upp ástand sem enginn hafði stjórn á. Löggan þarf að líta í eigin barm og taka á þessu því hún varð til háborinnar skammar í gær og vonandi að mótmælin harðnu núna þangað til ríkisstjórnin stígur af sínum háa hesti og fari að gera eitthvað fyrir landann en að eyða penungunum í ferðalög erlendis.

Svavar Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:35

18 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Talandi um að bílstjórar séu með mikilmenskubrjálæði...

Hvað með alþingismenn?

Halda að því fram að þeir ætli að breyta heiminum og gera svo lítið sem ekki neitt.

Helst minna en ekki neitt.

Las á bloggsíðu einhversstaðar að ráðamenn þjóðarinnar hugsi sjálfsagt það sama og einhver kona úr sögunni "hví borða þau ekki bara kökur" þegar lýðurinn svalt heilu hungri...

Hvað svo???

Löggan breytti rangt og er best að senda suma þar á hegðunarnámskeið

Gas,gas,gas........ (hahahahahahahahahahaha)

Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2008 kl. 17:35

19 identicon

Ofbeldisgengi innan trukkabílstjórana,hafa gert það að verkum að þetta er orðið að einni stórri markleysu hjá þeim.Engin skipuleg samstaða virðist vera hjá þeim.Það er virðingarvert hjá Ármanni að hafa hér opið blogg,og mætti hann gera það oftar,þið ráðamenn Ármann eigið að hlusta og vera með í hringiðu mannlífsins,heyr heyr.

jensen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:49

20 identicon

Ég er hjartanlega sammála því sem þú segir, Ármann. Þessir menn eru að taka sér vald sem þeir hafa ekki. Þeir brjóta lög og reglur og á því ber að taka.

Mér fannst dapurlegt að sjá unglingana kasta eggjum og grjóti að lögreglumönnum sem voru að sinna starfi sínu.

Þá tók steininn fyrst úr þegar unglingar úr einhverjum skóla í Hafnarfirði komu þrammandi á vettvang klæddir sem nazistar. Ætli foreldrar þessara unglinga séu stoltir af þeim? Varla.

Mér finnst stjórnvöld megi alls ekki láta undan þessum mönnum, alls ekki. Slíkt kallar bara á meira ofbeldi.

Hér fyrir ofan skrifar einhver Ímugustur, væntanlega trukkabílstjóri. Þú tekur væntanlega eftir að þar eru engin rök sett fram, einungis einhver óábyrgur hávaði svona í takt við þá andstyggð sem Björn Bjarnason fékk í E-mailum í dag.

Í fyrstu virtust þessir menn vera að mótmæla háu bensínverði en nú er komið í ljós að þeir eru ekki síður að krefjast þess að mega aka lengur en 10 tíma í einu óhvíldir um þjóðvegi landsins. Slíkt eykur auðvitað á hættur í umferð og eru þær víst nægar fyrir.

Ráðamenn mega ekki gefa þumlung eftir meðan svona fólk veður uppi og tekur lögin í eigin hendur.

Auðvitað varð lögreglan að grípa inn í. Við sjáum líka hvers konar fólk er við að eiga, fólk sem hikar ekki við að kasta grjóti í lögreglumann og gefa öðrum á kjaftinn svo hastarlega að lögreglumaðurinn er líklega nefbrotinn. Það þarf að dæma þessa menn.

Ég hafði svolitla samúð með þessum mönnum í fyrstu en sú samúð er rokin út í veður og vind.

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:05

21 Smámynd: Ármann Kr. Ólafsson

Þakka hressilega umræður um þessa bloggfærslu. Svolítið merkilegt að upplifa það að hún skuli kalla á mestu viðbrögð hingað til. Sjálfum finnst mér að margar aðrar færslur hefðu verðskuldað meiri athygli en þessi. En hvað um það. Ég vil þó svara þeirri spurningu sem beint er til mín um það hvort ég setji alla undir sama hatt? Svo er alls ekki enda hefur það komið víða fram að bílstjórarnir skiptast í tvö horn hvað þessar aðgerðir varðar. Þá var komið inn á það að ég hefði ekki komið út á land. En það vill svo til að ég er alinn upp úti á landi og fer oft þangað og veit því að aðstöðu er ábatavant og því hefur klárlega verið komið til skila. Óþarfi að stífla höfuðborgina margsinnis til að benda á það. Hvað lögregluna varðar þá má hver og einn hafa sína skoðun á því, alltaf spurning hvar og hvenær á að draga línuna. En svona aðgerðir geta gengið út í öfgar og valdið þeim miklum skaða sem síst skildi. T.d. ef einhver þarf skyndilega að komast undir læknishendur, þar skipta sekúndur máli.

Ármann Kr. Ólafsson, 2.5.2008 kl. 10:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband