Átta starfsmenn Landspítala ávítaðir

Ofangreind fyrirsögn var fyrirsögn í Fréttablaðinu 29. apríl. Það hefur komið á óvart hversu litla umfjöllun þetta mál hefur fengið. Ástæða áminninganna var sú að rannsókn innan LSH leiddi í ljós að tugur starfsmanna hafði skoðað sjúkraskrá þekkts manns sem þar hafði leitað lækninga.

Tveir starfsmenn gátu sýnt fram á að þeir höfðu gildar ástæður fyrir að skoða gögn um manninn en átta starfsmenn hafi gert það af hnýsni einni saman.

Hvernig hefði umfjöllunin orðið ef þetta hefði gerst í hjá einkaaðilum? Hvað hefði Ögmundur Jónasson sagt ef þetta hefði gerst í einkafyrirtæki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr. EKki að furða þó Ögmundur þegi þunnu hljóði. S'a hefði farið mikinn eins og þú bendir réttilega á hefði þarna verið spítalinn ehf. í eigu nokkurra einstaklinga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.5.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Það hefur líka vakið furðu mína hve umfjöllun um þetta mál er og hefur verið lítil (engin). Ætli Ömmi hefði ekki tekið heljarstökk ef þetta hefði verið í einkafyrirtæki og væntanlega kennt einkarekstrinum um.  Hvar gerðist þetta?

Jóhann Hannó Jóhannsson, 6.5.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Tek undir hvert orð. Já, það er svo sannarlega merkilegt hvað VG eru "selektivir" í því sem þeir kjósa að taka upp. Þetta mál er grafalvarlegt og hefur alls ekki fengið nægilega umfjöllun.

Dögg Pálsdóttir, 6.5.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta hefur þá verið eins konar "ríkis-hnýsni".

Júlíus Valsson, 6.5.2008 kl. 11:53

5 identicon

Heyr heyr ! Þessi ást tiltekinna manna við ríkisrekstur, og andúð við framtak einstaklingsins er gjörsamlega óþolandi !

Heimir Hannesson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:46

6 identicon

Klúðurslega uppsett hjá þér Ármann,og útí hvað ertu spældur.?

jensen (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:42

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vissulega þörf ábening. Sjúklingar verða að geta treyst því að upplýsingar um þá sé trúnaðarmál.

Sigurður Þorsteinsson, 6.5.2008 kl. 22:22

8 identicon

Er Ögmundur vandamál þitt Ármann.?Einokun á heilbrigðiskerfinu er varasöm,en það mun gerast ef einkageirinn fer að krafla mikið í það,en að sjálfsögðu er þetta grafalvarlegt mál þarna hnýsni starfsmanna LSH í gögn þessa manns.

jensen (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:46

9 Smámynd: Ármann Kr. Ólafsson

Spurt er hvort Ögmundur sé mitt vandamál? Svo er alls ekki, mér þykir í raun sérstaklega mikilvægt að hafa mann eins og hann með mér á þingi því hann undirstrikar betur en nokkur annar hugmyndafræðilegan mismun á milli Vg og Sjálfstæðisflokksins. Það er kannski þess vegna sem maður gerir hann að holdgerving vinstri hugsjóna en ég tel að honum finnist það bara af hinu góða. Ögmundur kemur alltaf til dyranna eins og hann er klæddur, þar liggur hans styrkur og kannski er það þess vegna sem er svo gott að vinna með honum en við erum báðir í Félags og tryggingamálanefnd.

Ármann Kr. Ólafsson, 7.5.2008 kl. 10:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband