13.5.2008 | 14:45
Tók Mogginn skortstöðu í íslensku bönkunum?
Er nema von að maður spyrji sig að ofangreindu miðað við áherslurnar sem fram koma hjá blaðinu. (Með skortstöðu hagnast viðkomandi á lækkunum)
Á forsíðu Moggans á þriðjudaginn í siðustu viku var flennistór aðalfyrirsögn þar sem stóð "Bankaáhlaup hafið? Bandarískur hagfræðiprófessor segir litlar líkur á að bankarnir komist hjá áhlaupi".
Í dag var svo önnur frétt um bankana og var fyrirsögnin "Bankarnir inn úr kuldanum". Er þar verið að vitna í fyrirsögn Financial Times.
Svolítið merkilegt að þessi frétt skildi ekki einu sinni fá að birtast sem aukafyrirsögn á forsíðunni án þess að ég vilji gera lítið úr grænmetisfréttinni sem þar var. Ekki fékk hún heldur pláss á innsíðunni, heldur var hún birt á síðu 13.
Er jafnvægi í þessum fréttaflutningi? Ég veit það ekki!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Athugasemdir
Það er von þú spyrjir . . .
Fyrir hvern er skrifað í Moggann þegar hann er í þessum hamnum - - eins og nokkur undanfarin missirin?
Þórðargleði er hugtak sem ekki verður til framdráttar til lengdar - - og svo er sú kenning til "að betri sé hálfur skaði en enginn" - amk. ef það eru óvinir manns sem verða fyrir honum
Benedikt Sigurðarson, 13.5.2008 kl. 17:43
Svarið er einfalt: Nei.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:57
Fjármálakerfi Íslands fór víst á hliðina og úrvalsvísitalan hrundi vegna þess að túlka mátti síðustu athugasemd mína á tvo vegu. Svo það sé alveg á hreinu þá meinti ég að það sé EKKI jafnvægi í fréttaflutningi Moggans af bönkunum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.5.2008 kl. 20:42