23.5.2008 | 17:45
Hagsmunir almennings felast í minni umferð vöruflutningabíla á vegum úti
Í fyrirspurn til Samgönguráðherra spurði ég um það hversu mikið meira vöruflutningabílar slitu götunum í samanburði við fólksbíla. Í svari hans kom fram að slíkir bílar yllu 9-12.000 sinnum meira niðurbroti á burðarlagi vega m.v. ákveðnar forsendur.
Af þessu má sjá að kostnaður við þungaflutninga er mjög mikill og langt umfram þau gjöld sem greidd eru af þungaflutningabílum. Þar með má segja að þungaflutningar í landinu eru niðurgreiddir af fólksbílaeigendum og öðrum skattgreiðendum. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að stórum vöruflutningabílum hefur fjölgað mikið á þjóðvegum landsins.
Eftir að þessi fyrirspurn kom fram hafa mjög margir haft samband við mig og deilt þeirri skoðun með mér að það væri mikils virði ef hægt væri að minnka umferð vöruflutningabíla á þjóðvegum landsins. Það er í raun orðið hvimleitt að fara út á vegi landsins vegna þess hversu mikil umferð þeirra er orðin. Sumir hafa sagt að eðlilegt væri að flutningabílar borguðu í samræmi við slitið sem þeir valda á meðan aðrir hafa talið að rétt væri að létta undir með strandsiglingum fyrst verið er að niðurgreiða vöruflutninga með bílum hvort sem er.
Eitthvað fór þetta allt saman fyrir brjóstið á Signýju Sigurðardóttur forstöðumanni flutningasviðs SVÞ og mátti helst skilja á grein hennar í Morgunblaðinu að svarið sem ég fékk frá samgönguráðherra hafi verið samið af mér sjálfum. Ennþá síður var hún sátt við þær hugmyndir að gera átak í því að minnka vöruflutninga á vegum úti.
Almennt séð er ég á móti niðurgreiðslum. Ég verð þó að segja að í ljósi þess að ekki er raunhæft að auka álögur á flutningabíla þannig að af þeim sé greitt í samræmi við það slit sem þeir valda er rétt að skoða strandflutninga án þess að raun kostnaður sé lagður til grundvallar. Það gæti jafnað samkeppni milli þessara flutningaleiða og þar með dregið úr þungaflutningum á vegum úti. Einkaaðilar myndu engu að síður sjá um flutningana. Auknir strandflutningar myndu fækka slysum, auka gæði þjóvegakerfisins, draga úr sjón- og hávaðamengun. Eðlilegt næsta skref væri að fá hagfræðiúttekt á mismundandi kostnaði þjóðfélagsins við ólíka tegund flutninga. Yrði þá að taka alla þætti inn í útreikninginn eins og t.d. slys og umhverfisþætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var að hlusta á þig hjá Ingva Hrafni.Þú verður eiginlega að vita muninn á dekstra og dekra.
Anna (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:18
Aðra eins þvælu hef ég ekki séð.
Burðarlagið í íslenskum vegum er einfaldlega svikið! þeir voru aldrei byggðir eftir þeim Evrópustöðlum sem sem þeir hefðu átt að vera, og þola einfaldlega ekki þungann sem löglegur er. Þetta stafar af fjársvelti ríkissins til vegamála í gegnum árin, skattarnir og gjöldin sem meðal annars atvinnubílar og einnig allir hinir grteiddu, fóru einfaldlega ekki í vegina! Má þar td nefna bifreiðaskattinn sem Jón Baldvin lagði á til bráðabirgða, árið 1988 ef ég man rétt. Geir Harde var þá ritari fjárlaganefndar svo hann ætti að kannast við það.
Slitlagið eiðileggja svo nagladekkin það sjá allir, bara að reyna að keira vörubíl í hjólföronum, það er ekki hægt þau eru of mjó.
Skýtur svolítið skökku við finnst mér að hella yfir landslýðinn öllu þessu Evrópu reglu bulli á sama tíma og Ríkið virðist altaf stikk frí að framfylgja þeim.
Hins vegar er ég fylgjandi að taka strandfluttninga upp á réttum forsendum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:31
Menn verða bara að farað skilja það að allir þessir flutningar á vegum landsins eru i þágu fólksins sem byr i landinu, eldsneyti, matvörur, byggingaefni áburður fóður og fiskur........ vörubilstjorar eru ekki a ferðinni a vegum bara af þvi að þeim finnst það gaman, auðvitað þarf samfélagið að standa undir þessum vöru flutningum enn ekki bara billinn sem flytur þær. annað er heimska, sambærilegt væri að aðeins þeir sem noti sjukrabil sjai um að reka bilinn.
Ríkisstjornin þarf að farað rifa sig upp af rassgatinu og farað vinna í þágu hinna almennu borgara enn ekki auðmanna og vina og vandamanna.
ég tok oliu a bilinn hja mer aðan 50 litra, og þurfti að punga út 9000kr þetta er bara bilun og fer að komast á það stig að menn verði reiðubunir að ganga lengra enn að liggja bara a flautunni!!!
mikkjal agnar (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:31
Sammála Mikkjal.
Kominn tími, sérstaklega þegar hlutur ríkis fer hækkandi dag frá degi í eldsneyti, að við fáum staðfestingu að þessir peningar skili sér í vegi, en fari ekki bara í gæluverkefni eins og Vegagerðar ferjumál og fl. Það er það minnsta.
P.s. Vörufluningabifreiðar aka ekki á nöglum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:03
Ég verð að leyfa mér að vera ósammála þeim sem hafa "kommentað" hingað til. Jafnvel þó svo að vegirnir séu illa byggðir, þá kemur það ekki í veg fyrir að flutningabílarnir eyðaleggi þá.
Að bera saman sjúkrabíla og vöruflutningabíla er firra. Sjúkrabílar eru greiddir af samfélaginu, en flutningar af þeim sem krefjast þeirra. Auðvitað á ekki að niðurgreiða flutning á kókópöffsi frekar en það eigi að niðurgreiða kókópöffs. Eða hvað á þá ekki að niðurgreiða? Rökin fyrir því að eitthvað sé niðurgreitt vegna þess að það er dýrt væri hægt að nota fyrir því að það ætti að niðurgreiða lúxusjeppa, þeir eru jú svo dýrir.
Það að hamast í ríkinu við það að heimsmarkaðsverð á vöru hækki, er auðvitað bara kjánalegt. Hvar myndi slík umræða enda? Þarf að vera sérvirðisaukaskattur fyrir kókópöffs ef það skyldi nú taka upp á því að hækka? Er sanngjarnt að ríkið geri sér að féþúfu fíkn mína í kókópöffs, sem ég get augljóslega ekki verið án, enda skrifa ég vart um annað?
Og þá er ég einnig ósammála Ármanni, ég sé ekkert óraunhæft við það að láta flutningabílanna borga fyrir það sem þeir kosta samfélagið. Í framhaldinu kemur í ljós hvort að strandsiglingarnar eigi framtíðina fyrir sér, algjörlega án atbeina stjórnmálamannanna.
Haukur (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:24