Forgangsverkefni að afnema óvissu um greiðslubyrði heimilanna og fyrirtækjanna

Mikilvægasta verkefnið núna er að endurreisa bankakerfið og búa svo um hnútana að heimilin í landinu hafi ekki hærri greiðslubyrði en í janúar árið 2008. Þeir sem ráða ekki við slíka greiðslubyrði vegna tekjufalls í kjölfar atvinnumissis skuli njóta vaxtabóta til að mæta því.

Þá verður að tryggja það að fyrirtækin í landinu sem ennþá hafa rekstrargrundvöll búi við greiðslubyrði í samræmi við það sem var áður en bankarnir féllu svo um hnútana að heimilin í landinu hafi ekki hærri greiðslubyrði en í janúar árið 2008. Þeir sem bera ekki slíka greiðslubyrði vegna tekjufalls í kjölfar atvinnumissis skuli njóta vaxtabóta til að mæta því. Þá verður að tryggja það að fyrirtækin í landinu sem ennþá hafa rekstrargrundvöll búi við greiðslubyrði í samræmi við það sem var áður en bankarnir féllu.

Íslandsbanki hefur sýnt ákveðið frumkvæði í þessa veru varðandi erlendu lánin. Sambærilegar lausnir þarf að finna fyrir önnur lán sem tekin voru í íslenskum krónum. Bæði almenn lán og íbúðalán.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ármann.

Ég er sammála þér og mér leist mjög vel á þessar hugmyndir sem koma fram í þessari grein þinni, þar til í lokin þar sem þú segir:

"Íslandsbanki hefur sýnt ákveðið frumkvæði í þessa veru varðandi erlendu lánin."

Ég skil þig þannig að þú sér "fylgjandi" því að bankinn "hefur sýnt" ákveði frumkvæði.

Eftir lestur greinarinnar í heild skil ég þig þannig að þú sjálfur ætlar ekkert að vinna beint að málinu og eða aðstoða við að koma því endanlega í gegn hjá Íslandsbanka. Þú ætlar ekki að flytja um þetta frumvart á Alþingi og þú ætlir ekki að fá tvo til þrjá þingmenn með þér í þetta mál og óska eftir fundum með stjórnum hinna ríkisbankana tveggja og óska eftir að þeir þeir fari að fordæmi Íslandsbanka.

Eins og ég skil þig þá er þú að leggja fram góða tillögu en þú ætlast til að einhverjir aðrir komi henni í framkvæmd, en ætlar að eigna þér heiðurinn af henni, hvort sem hún kemst til framkvæmdar eða ekki.

Ég vil ekki trúa því að þú sér lýðskrumari, Ármann. Hvernig væri að þú settir undir þig hausinn og sýndir okkur Sjálfstæðismönnum hvað í þér býr og kæmir þessu máli í höfn. Takist þér það þá þarft þú ekki að kvíða að þú fáir ekki stuðning hjá þjóðinni.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Friðrik það er full ástæða til þess að gagnrýna frambjóðendur og Alþingismenn. Þeir geta hins vegar,  sannarlega sett fram skoðanir sínar eða áherslur án þess að boða að sett séu fram tillögur. Tillöguskortur hér að ofan þarf því alls ekki að þýða lýðskrum. Ármann vakti sérstaka athygli mína á síðasta þingi fyrir að koma fram með áhugaverð mál, og að vera málefnalegur.

Sigurður Þorsteinsson, 6.3.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég er sammála þér Sigurður, ég held að Ármann gæti orðið einn af okkar betri mönnum. Staða mála er hins vegar Þannig að nú þarf þjóðin á mönnum athafna að halda, ekki mönnum orða. "Umræðustjórnmálin" verða að bíða betri tíma.

Hvort er Ármann maður orða eða athafna?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það hefði verið gaman að sjá tillögur frá ykkur um það á meðan þið fóruð með völd - og reyndar líka núna.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.3.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála þér með það Helgi. Betra seint en aldrei og þessi tillaga Ármanns er frábær. Það þarf að koma henni í framkvæmd.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.3.2009 kl. 00:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband