Vinnum fyrir opnum tjöldum

Í dag stöndum við Íslendingar frammi fyrir nýjum veruleika. Fjármálakerfi landsins eru illa löskuð, verðmætar eignir vafra um í kerfum fjármálastofnanna. Almenningur óttast að sérútvaldir einstaklingar eða fyrirtæki fái eignir afhentar á silfurfati.

Staðreynd er að mörg fjármálafyrirtæki hafa nú þegar, eða eru að undirbúa yfirtöku á fyrirtækjum, fasteignum og ýmsum verðmætum hjá aðilum sem hafa lent í vanskilum með lán sín. Ekki síst vegna  breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Þessar eignir eru í daglegum tali nefndar fullnustueignir innan fjármálastofnanna.

Við núverandi aðstæður eiga Íslendingar rétt á því að fjármálastofnanir hámarki þau verðmæti sem leynast í eignum þeirra.  Í ljósi þeirrar einföldu staðreyndar kviknar sú spurning hvers vegna sé ekki unnið fyrir opnum tjöldum, þegar kemur að því að gera sem mest verðmæti úr fyrrgreindum eignum?

Nokkrar áleitnar spurningar vakna. Hvað hafa ríkisbankarnir selt margar eignir frá október mánuði 2008? Hvernig var staðið að sölufyrirkomulagi þeirra eigna? Hverjum var boðið að kaupa þessar eignir? Hvernig hyggjast sömu aðilar standa að sölufyrirkomulagi eigna á næstu misserum?

Þó hér séu sérstaklega nefndir til sögunnar ríkisbankarnir, þá er fráleitt að gera aðeins kröfu til þeirra um að vinna fyrir opnum tjöldum. Með óbeinum hætti á ríkissjóður stóra hluti í Sparisjóðum og kaupleigufyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Sömu kröfu á jafnframt að gera til þeirra sem og lífeyrissjóða landsmanna, sem árlega eignast nokkuð af eignum.

Flest þekkjum við það fyrirkomulag að Ríkiskaup selja eignir fyrir hönd ríkissjóðs. Þar er fylgt föstu ferli og unnið fyrir opnum tjöldum.  Þar er vart seld gömul bifreið, jörð eða  fasteign án þess að reynt sé að fá sem best verð fyrir. Um er að ræða einfalt fyrirkomulag við sölu verðmæta. Hjá Ríkiskaupum er hægt að nálgast öll gögn um það sem er til sölu hverju sinni. Öllum er frjálst að bjóða í og kaupa, svo fremi að tilboðsgjafi uppfylli grunnskilyrði söluferilsins. Unnið er fyrir opnum tjöldum og markaðurinn sér um að fá sem mest verðmæti fyrir hönd seljanda, í þessu tilviki ríkissjóðs.

Eins og áður sagði þá á ríkissjóður stóra eignarhluta í fjölda fjármálafyrirtækja, ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Það er því ótvíræður hagur Landsmanna að gera þá einföldu og sanngjörnu kröfu að öll fjármálafyrirtæki hámarki þau verðmæti sem koma út úr eignum, hverjar sem þær kunna að vera. Opið markaðstorg er lykillinn að því að vinna fyrir opnum tjöldum. Þannig má eyða allri óvissu um að það séu aðeins útvaldir sem sitji eins og púkinn á fjósbitanum og fái feitustu bitanna.

Því skora ég á fjármálaráðherra að fyrir hönd ríkissjóðs geri hann þá einföldu kröfu til fjármálafyrirtækja að allar eignir séu aðgengilegar öllum mögulegum kaupendum - en ekki aðeins fáum útvöldum. Að söluferlar séu gegnsæir og aðgengilegir.

Tiltölulega einfalt er að setja reglur um þær eignir sem skilyrt er að séu seldar með opnu fyrirkomulagi. Það sem þarf til er aðeins vilji.  Ferlar og þekking útboðsferla er til staðar. Nægt er framboðið að fólki sem kann til verka við að verðmeta og koma eignum í verð fyrir opnum tjöldum - séu þeim fengin rétt verkfærin til þess.

Sé ætlunin að endurvekja traust á stjórnmálum og fullvissa landsmenn um að unnið sé opið og heiðarlega, þá getur fjármálaráðherra landsins nú þegar beitt sé fyrir því. Víst er að undirritaður mun gera það á næstu vikum og misserum.

Skýringarmynd:

untitled

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér Ármann, algerlega sammála öllu því sem fram kemur í greininni.

Ingi Björn Albertsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:12

2 identicon

Allt fyrir opnum tjöldum. Engan klíkuskap og baktjaldamakk að hætti Sjálfstæðismanna.

Bobbi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég er algerlega sammála þér Ármann, þetta sögðu reyndar líka núverandi stjórnarherrar strax í haust. Mér er því mest undrun afhverju þið gerðuð þetta ekki þegar þið höfðuð völd og reyndar líka afhverju þeir sem nú hafa völd gera ekki nú eins og þeir sögðu áður.

- Allir segist þið vilja að unnið sé fyrir opnum tjöldum - en þið Sjálfstæðismenn framkvæmduð ekkert í þá átt á 18 ára valdatíð ykkar.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.3.2009 kl. 17:00

4 identicon

Góð grein Ármann.

Hér ber þó að hafa tvennt í huga.

a) Hvað liggur mönnum á? Af hverju vinna bankarnir ekki með fyrirtækjunum í landinu? Meðan gengið er svona þá er stór hluti fyrirtækja í landinu tæknilega gjaldþrota og getur ekki greitt að lánum. Af hverju að ráðast að þeim núna, strax eftir hrunið? Þessi fyrirtæki voru ekki gjaldþrota fyrir hrun og gátu staðið við sitt. Mér finnst númer eitt að stöðva bankana í þessari eignaupptöku þeirra.

Við sjáum það að erlendis forðast bankar að selja eignir á þessum tímum. Þeir vilja bíða rólegir í 3 til 5 ár. Það er ávísun á gríðarlegt tap að selja eignir núna. Af hverju erum við að láta bankana halda áfram að tapa peningum og valda okkur almenningi enn meira tjóni? Af hverju ekki að reyna að halda sjó með þessar eignir og þessi fyrirtæki í eitt til þrjú ár í það minnsta og taka stöðuna þá.

Ég held því miður að bankarni séu nú að nota tækifærið meðan það gefst, landið hálf stjórnlaust, að sölsa undir sig eins mikið að fasteignum, fyrirtækjum, bílum og búnaði eins og þeir mögulega geta.

b) Menn segja að í skattaskjólum í eigu Íslendinga erlendis sé falið mikið fé. Þetta fé vilji nú koma til landsins og kaupa fasteignir og fyrirtæki á smáaura. Eigendur þessa fjár vilja nú þéna þykkt. Nú er verið að nota þetta fé m.a. til að kaupa stjórnmálamenn og bankastarfsmenn með allskonar greiðum og gjöfum. Við sáum einn aðaleigandi Glitnis taka þátt í að kaupa Moggann á slikk hérna um daginn.

Verði þessi leið farin sem bankarnir vilja fara, og þú ert að nefna hér, þá mun eiga sér stað hér mikil eignasamþjöppun og eignaupptaka. Þar verða eigendur hinna gjaldþrota banka í aðalhlutverki og stór hluti af þjóðarauðnum mun færast í hendur þeirra manna sem keyrðu bankana og Ísland í þrot.

Norræni Íhaldsflokkurinn (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ármann.

Þessi færsla hér fyrir ofan átti að birtast undir eigin nafni . Vinsamlega fjarlægðu fyrri færsluna og láttu þessa hér standa.

Góð grein Ármann.

Hér ber þó að hafa tvennt í huga.

a) Hvað liggur mönnum á? Af hverju vinna bankarnir ekki með fyrirtækjunum í landinu? Meðan gengið er svona þá er stór hluti fyrirtækja í landinu tæknilega gjaldþrota og getur ekki greitt að lánum. Af hverju að ráðast að þeim núna, strax eftir hrunið? Þessi fyrirtæki voru ekki gjaldþrota fyrir hrun og gátu staðið við sitt. Mér finnst númer eitt að stöðva bankana í þessari eignaupptöku þeirra.

Við sjáum það að erlendis forðast bankar að selja eignir á þessum tímum. Þeir vilja bíða rólegir í 3 til 5 ár. Það er ávísun á gríðarlegt tap að selja eignir núna. Af hverju erum við að láta bankana halda áfram að tapa peningum og valda okkur almenningi enn meira tjóni? Af hverju ekki að reyna að halda sjó með þessar eignir og þessi fyrirtæki í eitt til þrjú ár í það minnsta og taka stöðuna þá.

Ég held því miður að bankarni séu nú að nota tækifærið meðan það gefst, landið hálf stjórnlaust, að sölsa undir sig eins mikið að fasteignum, fyrirtækjum, bílum og búnaði eins og þeir mögulega geta.

b) Menn segja að í skattaskjólum í eigu Íslendinga erlendis sé falið mikið fé. Þetta fé vilji nú koma til landsins og kaupa fasteignir og fyrirtæki á smáaura. Eigendur þessa fjár vilja nú þéna þykkt. Nú er verið að nota þetta fé m.a. til að kaupa stjórnmálamenn og bankastarfsmenn með allskonar greiðum og gjöfum. Við sáum einn aðaleigandi Glitnis taka þátt í að kaupa Moggann á slikk hérna um daginn.

Verði þessi leið farin sem bankarnir vilja fara, og þú ert að nefna hér, þá mun eiga sér stað hér mikil eignasamþjöppun og eignaupptaka. Þar verða eigendur hinna gjaldþrota banka í aðalhlutverki og stór hluti af þjóðarauðnum mun færast í hendur þeirra manna sem keyrðu bankana og Ísland í þrot.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.3.2009 kl. 17:24

6 identicon

Sæll Ármann. Hef fylgst með þér á Hrafnaþingi og jafnan fundist þú málefnalegastur þar en þarf svosem ekki mikið :) Ég hygg að eina leiðin til að koma í veg fyrir að fyrirtækin verði aftur afhent vinum og vandamönnum sé einmitt að koma í veg fyrir að Sjálfstæðismenn komist aftur til valda. Þetta hefur nefnilega gerst nú þegar og á vakt sjálfstæðisflokksins. Því verður ekki neitað en vonandi veljast heiðarlegri menn til forystustarfa hér eftir en hingað til....en vald spillir og 18 ár er engum hollt.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 20:04

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þú, ásamt Ingva Hrafni, Halli og stráknum hafa gert mig að vinstri grænum. Takk fyrir það.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 22:11

8 identicon

Sæll Ármann, góður pistill. Það vantar kannski ekki alltaf verklagið (nema við fjárlagagerðina) en það þarf að fara eftir því. Góð hugmynd og vel framsett hjá þér. Gangi þér vel í prófkjörinu. kveðja.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband