Hver er stefnan, samkeppni eða samráð?

Maður veit aldrei í hvaða átt þessi ríkisstjórn stefnir þar sem fulltrúar hennar tala út og suður. Á Mbl.is var verið að birta eftirfarandi frétt:

Ísland verði eitt af samkeppnishæfustu ríkjum heims

 Stefnt er að því að Ísland verði eitt af 10 samkeppnishæfustu ríkjum heims árið 2020. Þetta er liður í ætlun stjórnvalda sem kallas „20/20 - Sóknaráætlun fyrir Ísland“.

Í vikunni bloggaði Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður um viðtal í Kastljósinu við Jón Bjarnason ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Í færslunni benti hann á að ráðherran sagðist hafa haldið því fram að samráð væri réttlætanlegt og að samkeppnislög væru arfur fortíðar og ekki í anda þess „raunveruleika“ sem við búum við í dagSérstaka áherslu lagði hann á að nauðsynlegt væri að koma á verðsamráði í landbúnaði og koma í veg fyrir frjálsa samkeppni!

Orðrétt sagði ráðherrann í því sambandi;


„Ef það er nauðsynlegt ef að það eru hagsmunir þjóðarinnar sem felast í samráði, félagshyggju og samhjálp þá á það að hafa forgang“.


Í framhaldinu talaði hann um að samráðið ætti að vera á „félagslegum grunni við að tryggja hér fæðuframboð  á sem bestum verðum“.

Með öðrum orðum þá talar hér ráðherra í ríkisstjórn Íslands um að það eigi að vera í forgangi að koma í veg fyrir samkeppni!
Það verður ekki öllu ruglingslegra...........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband