Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn notaður til þess að pína ríkisstjórnina til hlýðni

Ákvörðun Seðlabanka Íslands segir okkur það eitt að ríkisstjórnin og seðlabankastjóri ráða engu um stýrivaxtastigið hér á landi. Því væri mun nær að leggja Seðlabanka Íslands niður og opna þar lúxus hótel í tengslum við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Það myndi a.m.k. gera þjóðinni gagn með aukinni gjaldeyrissköpun.

Nánast allar þjóðir heims að Íslandi frátöldu hafa brugðist við heimskreppunni með því að lækka vexti og fara í aðgerðir til þess að örva efnahagslífið. Hér á Íslandi er þessu öfugt farið. Hér er allt gert til þess að koma í veg fyrir að Ísland nái flugi á ný. Ríkisstjórnin skríður fyrir Evrópusambandinu og sér ekkert að því að það noti Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem innheimtubúllu í sína þágu.

Hvernig má það vera að stýrivöxtum sé haldið í 12 prósentum þegar innlánsvextir bankanna eru á milli 6 og 7%? Þetta þýðir það eitt að fyrirtækjum og einstaklingum er gert ókleift að fá lán nema á okurvöxtum í bankakerfinu. Vaxtaokrið dregur allan mátt úr atvinnulífinu og kemur í veg fyrir nýja sókn sem við svo sannarlega þurfum á að halda nú.

Tilgangurinn er augljós. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er notaður til þess að pína okkur til hlýðni svo að gömlu nýlenduveldin, Bretland og Holland, fái útrás fyrir mikilmennskubrjálæði sínu. Sá tími mun samt koma að aðrar þjóðir Evrópu munu sjá í gegnum hræsnina. Íslensk stjórnvöld hafa því ekki annan kost en að rísa upp gegn þessari kúgun. Við höfum áður boðið þjóðum heims birginn og sigrað að lokum. Það sama mun gerast í þessu máli ef stjórnvöld hafa eitthvert bein í nefinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gordon Brown var búinn að segjast ætla að nota sjóðinn til að þrýsta á Íslendinga.

Íslensk yfirvöld  kyssa á vöndinn í auðmýkt.  

Sigurður Þórðarson, 25.9.2009 kl. 20:52

2 identicon

Málið er að það er ekkert bein í Stjórnvöldum

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:30

3 identicon

Fulltrúar AGS verða að tala beint við Íslendinga. Núna er tíminn þar sem allir verða að vinna saman óháð flokkum. Þjóðin öll á að krefjast svara frá AGS að öðrum kosti afþökkum við þessi lán frá þeim. Þetta er orðið ansi pínlegt ástand sem við viðhöldum á meðan enginn segir neitt.

Ína (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:34

4 identicon

Hvað er að gerast hjá mér,,ég er sammála Ármanni.

Númi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru menn að vakna upp við þetta fyrst núna? Hv

Af hverju eru menn ekki búnir að losa sig við hann. Hann er helsti flöskuhálsinn, hefur engu skilað til okkar, hefur brugðuið fyrir okkur fæti, þegar erlendir aðilar hafa boðið okkur lán og sveiflað þeim inn í lánapakkann sinn, til að það sé örugg að allt fari til fjandans. Þeir munu ekki opna á neitt og þjóna engu nema Wall Street, og ofurfyrirtækjum, sem voma nú yfir auðlindum okkar. Þeir hafa undirbúið jarðveginn sæmilega fyrir þá.

Þeir eru nú að lána valdaránsstjórn í Honduras, sem allir fordæma, en láta okkur sitja á hakanum.

Út með sjóðinn og Icesave fyrir dómstóla og það ekki seinna en strax. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 23:32

6 Smámynd: Sigmar Þormar

Gott hjá þér Ármann. Við má bæta að þetta endalausa væl um hvað kreppan verði að lokum djúp (hjá jafnt stjórnmálamönnum sem fréttafólki) er sérlega vond. Það má auðveldlega ,,tala niður" efnahagslíf, það eru allir hagfræðingar sammála um. Það mætti halda að hér á landi væri hver í kappi við annan að reyna að gera ástandið verra en það er.

Kannski að við þurfum nýja sýn á þessi mál. Ekkert verra ef sú sýn kemur úr Kópavogi!

Sigmar Þormar, 26.9.2009 kl. 08:20

7 Smámynd: Snorri Magnússon

"Ísland farsælda frón" - er í raun allt sem segja þarf!  Þá er og rétt, í framhaldi af þessu að setja hér inn texta ljóðs Jónasar:

"Ísland! 

Ísland! farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best?
Allt er í heiminum hverfult og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld.

Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpishaf, hingað í sælunnar reit.

Reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti;
ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt.
Hátt á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþingið feðranna stóð.

Þar stóð hann Þorgeir á þingi er við trúnni var tekið af lýði.
Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll.
Þá riðu hetjur um héröð og skrautbúin skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim.

Það er svo bágt að standa’ í stað, og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.
Hvað er þá orðið okkart starf í sex hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart.
En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut.

Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglingafjöld og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá!"

 - Jónas Hallgrímsson

Snorri Magnússon, 26.9.2009 kl. 15:28

8 identicon

Mikið rétt, en hvaða væll er þetta? Jafnvel þótt hér væri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks myndi hún gera nákvæmlega það sama, þ.e. beygja sig undir og bugta fyrir AGS.

Það að skipta um ríkisstjórn breytir nákvæmlega engu. Þetta er eins og að vera með asna sem er annaðhvort klæddur í lopapeysu eða jakkaföt.

Páll (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 17:08

9 identicon

Þar sem menn eru farnir að vitna í okkar ástsælu þjóðskáld, þá er vert að bæta við ljóði eftir Matthías!

Volaða land

Volaða land,

horsælu hjervistar slóðir,

húsgangsins trúfasta móðir,

volaða land!

Hafísa land,

ískrandi illviðrum marið,

eilífum hörmungum barið,

hafísa land!

Vandræða land,

skakkt eins og skothendu kvæði

skapaði guð þig í bræði,

vandræða land!

Drepandi land,

búið með kjark vorn og kjarna,

kúgandi merg þinna barna,

drepandi land!

Vesæla land!

Setið er nú meðan sætt er,

senn er nú jetið hvað ætt er

vesæla land!

Hrafnfundna land,

mun þú ei hentugast hröfnum?

Hjeðan er beint vorum stöfnum,

hrafnfundna land!

Matthías Jochumsson

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband