Jöklabréfafaraldurinn

Í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag er mikið fjallað um stöðu krónunnar og virðast allir sammála um að hún eigi eftir að styrkjast a.m.k. til lengri tíma. Þá virðast aðilar líka sammála um að hið háa vaxtastig Seðlabankans hafi ekkert að segja um gengisskráningu hennar heldur muni ástandið hér endurspegla ástandið á erlendum mörkuðum. Vaxtamunur við útlönd hefur snar minnkað auk þess sem lánsfjármagn er af skornum skammti sem þrengir enn frekar stöðu þeirra sem vilja spila á vaxtamuninn. 

Ein skýringin á því að krónan hefur fallið svo ört sem raun ber vitni er líklega sú að aðilar á markaði hafi verið að gera ráðstafanir vegna krónu- eða jöklabréfanna svo kölluðu þar sem talsvert háar upphæðir eru á gjalddaga á næstunni.

Eins og áður hefur komið fram hér á bloggi mínu þá er ég óánægður með að bankarnir og Seðlabankinn skildu ekki gera ráðstafanir til þess að sporna gegn Jöklabréfafaraldrinum. Nú er staðan sú að sennilega erum við að borga í kringum 60 milljarða króna á ári í vaxtatekjur sem fara beint úr landi. Til samanburðar má nefna að það lætur nærri að vera í kringum 1/3 af útflutningsverðmæti sjávarafurða fyrir sama tímabil. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að borga í leigu af íslensku krónunnar ár hvert.

Ég ætla því að leifa mér að halda því fram að best sé að sem mest falli af þessum bréfum sem fyrst. Það er skömminni skárra að fá höggið strax í stað þess að láta kvelja sig í langan tíma. Því fyrr sem við losnum við þessi bréf út úr hagkerfinu því fyrr á krónan möguleika á að komast í eðlilegt ástand. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Það er rétt, hví að kveljast lengur en nauðsynlegt er?
Hvað sem hverjusem er líður, þá liggur fyrir viss kvöl, sem kann að vera innan þolmarka, og jafnvel virka smávægileg er oss batnar á ný og frá líður.

Arnljótur Bjarki Bergsson, 18.9.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: haraldurhar

   Sæll Ármann.

    Vænti þess að þú stuðlir að því að stórn og höfðustjórnendur Seðlabankans verið settir af, og skipaður verði Seðlabankastjóri og stjórn bankans er hafa til þess menntun og reynslu til að fara með stjórn peningamála þjóðarinnar.

    Þú veist mæta vel að svokallað góðæri er skapaist af okurstýrivöxtum er leiddu til rangrar gengiskráingar er  niðurgreiddi innflutingi og skuldasöfnun heimila og fyrirtækja.  Samkeppnisiðnaður og útfluingsgreinar átti við vök að verjast, og í mörgum tilfellum dó drottni sínu. Ekki má nú gleyma fölsunni á framfærsluvísitölunni  Það að tala um Jöklabréf eins og þú hafir ekki verið fullmeðvitaður um málið, og jafnvel notið þeirra í síðustu alþingiskostningum, svo ekki sé nú talað um undrið í Kópavogsdalnum.   Auðvitað þarf strax á morgunn að lækka stýrivexi um helming, og taka bara slaginn í einu höggi með gengi og vísitölur, og byggja síðan upp traust á ísl. kr. þá hverfa Jöklabréfinn skjótt.

haraldurhar, 18.9.2008 kl. 23:38

3 identicon

Gætirðu aðeins farið yfir þessi jöklabréf og hvernig þau virka,

Þau eru gefin út af erlendum bönkum, ekki rétt?

Þeir borga vextina (erlendu bankarnir), er það ekki?  Eða stofna þessir bankar net12 reikning í sparisjóðnum og leggja inn krónurnar??

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband