Bresk stjórnvöld hafa fyrirgert öllum lagalegum og siðferðilegum rétti sínum

Í mínum huga gekk Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra of langt með bréfi sínu til breskra yfirvalda þar sem hann sagði að íslensk stjórnvöld myndu, ef á þyrfti að halda, að styðja Tryggingasjóð innistæðueigenda til að afla nægra fjármuna þannig að sjóðurinn geti staðið við lágmarksbætur fari svo að Landsbanki og útibú hans í Bretlandi falli.

 

Í kjölfar bréfsins segir fjármálaráðherra svo í margumræddu símtali við Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands að við höfum tryggingarsjóð og því til viðbótar verði stutt við sjóðinn.

 

En burt séð frá því hvað mér finnst um bréf viðskiptaráðherra undirstrikar það ásamt símtali fjármálaráðherra vilja Íslenskra stjórnvalda. Með þetta tvennt í farteskinu hefði átt að vera útilokað fyrir Darling að beita hryðjuverkalögunum og frysta eignir Landsbankans með öllum þeim afleiðingum sem það hafði í för með sér.

 

Í ljósi þeirrar valdbeitingar tel ég að yfirlýsingar Viðskipta- og fjármálaráðherra séu úr gildi fallnar og Íslensk stjórnvöld þurfi ekki á nokkurn hátt horfa til samninga við Hollendinga sem fyrirmynd í samningum við Breta. Með því að brenna upp eigur Íslendinga hafa Bretar gert Íslenska ríkinu ókleift að gangast við þeim skuldbindingum sem Bresk stjórnvöld fara fram á. Þau brenndu upp eigur íslensku bankanna og þurfa að taka afleiðingunum af því. Bresk stjórnvöld hafa fyrirgert öllum rétti sínum á hendur íslenska ríkinu, bæði lagalegum og siðferðilegum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála þessari færslu...

Hafþór (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 01:38

2 identicon

Mikið er ég sammála þér. Þeir eiga að bera skaðann sem þeir ollu sjálfir, ekki við.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: haraldurhar

   Eins og ég skil þessi mál voru Bretar að reyna skera okkur niður úr snörunni, er þeir kölluðu út forstöðumann fjámáleftirlitsins og buðu okkur geng 200 milljóna punda tryggingu að Icesave yrði skráð með heimilisfesti í Bretlandi.  Ef ísl. þjóðinn  hefðu nú verið svo gæfusöm að hafa stjórnendur Ríkisins er væri starfi sínu vaxinn þá væri hér ekki allt í kalda koli.  Dettur ykkur aldrei í hug að fara segja af ykkur?

haraldurhar, 29.10.2008 kl. 20:20

4 identicon

Sæll Ármann

Ég er þér sammála í ofangreindri færslu og ég vona að þú standir í ræðupúlti á Alþingi þegar á mánudag fáist lánið ekki hjá IMF. Sjálfstæðisflokkurinn var með krísufund í Valhöll í gær og hafa menn vonandi mótað tillögur hvað skuli gera ef IMF gengur ekki frá láninu.Stjórnarslit við Bretland?  Norðurlandaþjóðirnar hafa allar sagt nema Færeyjar að fyrst komi IMF og síðan þeir en ef ekki IMF kemur þá ekkert frá þeim? Mér finnst einnig tilræði við lýðræðið að taka einstaka stjórnarþingmenn á teppið fyrir skrif á MBL þó svo að þau fari á skjön við flokkslínuna  og ætti ekki að þekkjast.

Gæti farið svo að við segðum okkur úr NATO og hugsanlega Schengen því að þar erum við einskonar afgreiðslustofnun sem kostar hundruð milljónir árlega og upphaflega var lagt upp með að Evrópsk flugfélög kæmu hér við inn til Evrópu sem aldrei varð utan Icelanair þannig að þessi hluti eftirlitsins er bara kostnaður fyrir okkur og óheft flæði glæpagengja hingað til lands eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum. Þeir sem kæmu hingað til lands þyrftu þá að hafa vegabréf tiltæk og kæmu farþegar allslausir hingað yrðu þeir sendir aftur til baka og sæktu um pólitísk hæli í sendiráðum okkar í Evrópu. Allt að 3 ára dvöl Irana á Fitjum eru ekki bjóðandi enda var vitað að engar upplýsingar fást þaðan um málsaðila og þeir bíða bara á meðan.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband