Ráðherrar munu ekki ávinna sér hraðar réttindi til eftirlauna

Ég fagna þeirri frétt að ráðherrar muni ekki ávinna sér hraðar réttindi til eftirlauna en aðrir þingmenn samkvæmt nýrri tillögu ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin kynnti fyrir þremur vikum breytingar á lögum um eftirlaun alþingismanna, ráðherra og æðstu embættismanna og þar var gert ráð fyrir, að réttindasöfnun alþingismanna yrði lækkuð úr 3% í 2,4% en ávinnsla ráðherra og hæstaréttardómara yrði lækkuð úr 6% í 4%.

Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að ganga lengra og minnka réttindi ráðherra til jafns við aðra þingmenn. 

Sjálfur hafði ég komið þessari skoðun á framfæri við þingmenn og ráðherra og vissi að margir voru mér sammála.  Mér finnst þetta því til mikilla bóta.

Fara til baka Til baka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já til hamingju með það.

Þetta breytir ekki þeirri staðreynd að þingmenn stjórnarflokkanna virðast ekki hafa áhuga á að taka skrefið til fulls og afnema þessi lög með öllu. Ég hef ekki heyrt neinn þingmann svara þeirri einföldu spurningu: Af hverju finnst þér þingmenn og ráðherrar eiga skilið þennan eftirlaunapakka? Það er alveg klárt að þessi eftirlaun sem þið þingmenn hafið skammtað ykkur eru gjörsamlega þvert á allt velsæmi í landinu og engin rökrétt skýring á bakvið þau önnur en græðgi og siðblinda.

bjkemur (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Ármann Kr. Ólafsson

Það hlýtur að enda með því að allir verða á sömu kjörum. Þingmenn, opinberir starfsmenn starfandi á Íslandi og í útlöndum og svo þeir sem starfa hjá einkaaðilum. Annars verður aldrei hægt að bera saman raunveruleg launakjör nema með flóknum útreikningum sem er ótækt.

Ármann Kr. Ólafsson, 15.12.2008 kl. 17:22

3 Smámynd: Svanur Jóhannesson

En hvað með okkur hina sem fá helmingi lægri eftirlaun en þið, en stöndum samt undir þessum ofureftirlaunum ykkar? Það er eins og þið sem eruð á Alþingi sjáið ekki niður á tærnar á ykkur.

Svanur Jóhannesson, 16.12.2008 kl. 09:21

4 identicon

Ég er búinn að liggja yfir þessu svari þínu við athugasemd minni og ég verð að segja alveg eins og er. Það er ekki heil brú í þessu svari. Þetta er klassískt dæmi um það sem kemur frá ráðþrota pólitíkusum þegar þeir reyna að verja eigin siðblindu.

Lestu nú þína eigin athugasemd frá 15.12.2008 kl. 17:22 og segðu mér að það sé heil brú í því? Það er kannski ekki furða að störf Alþingis séu ekki betri en raun ber vitni þegar svona starfsmenn vinna þar.

bjkemur (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 09:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband