Seðlabankinn verður að horfast í augu við raunveruleikann

Það voru mikil vonbrigði að Seðlabankinn skildi ekki lækka stýrivexti í dag og vekur það upp spurningar um það hvort bankinn geti ekki horfst í augu við raunveruleikann. Leiðir bankans til að bregðast við verðbólgu og stöðu efnahagsmála almennt hafa alls ekki gengið eftir á undanförnum árum. Þegar bankinn hækkaði vexti í sífellu varð það til þess að erlend lán urðu eftirsóknaverðari valkostur en íslensk og hlutfallslega sífellt ódýrari. Þetta olli miklu innstreymi erlends fjármagns sem aftur leiddi til þess að krónan styrktist og innfluttar vörur fengust á lágu verði. Aukin eftirspurn eftir ýmsum neysluvörum kom því ekki fram í  verðbólgumælingunni enda var það hækkun húsnæðisverðs sem olli henni að stórum hluta.

 

Annað sem gerðist við sífellt hærra vaxtastig bankans var að það ýtti undir svo kallaða  jöklabréfaútgáfu sem varð við hækkandi vaxtastig stöðugt fýsilegri fjárfestingakostur fyrir erlenda aðila. Með jöklabréfunum er verið að spila á vaxtamun milli Íslands og annarra landa. Þetta leiddi til þess að enn meira framboð varð af erlendu fjármagni í landinu og ýtti enn frekar undir erlenda lántöku landans og ýtti svo enn og aftur undir einkaneysluna.

 

Gerðu menn sér ekki grein fyrir því að það kæmi að skuldadögum fyrr eða síðar? Af hverju var ekki slegið á þessa jóklabréfaútgáfu með lægri stýrivöxtum? Hefur verðbólgu einhversstaðar verið eitt með því að ýta undir aukna neyslu?

 

Nú er staðan sú að mjög litlir möguleikar eru til lántöku á erlendu fjármagni nema á okurvöxtum og lítill áhugi er á að framlengja jöklabréfin. Afleiðingarnar eru fall krónunnar með öfgakenndum hætti. Er þá einhver tilgangur með að halda upp háum stýrivöxtum? Ekki lengur, nema markmiðið sé að drepa íslenskt atvinnulíf og gera fjölskyldurnar í landinu gjaldþrota. Háir stýrivextir styrkja ekki gengi krónunnar við þær aðstæður sem nú eru á alþjóða vísu.

 

Í því ástandi sem nú varir er vaxtalækkun líklegri til þess að styrkja gengi krónunnar þar sem lækkunin yrði til þess að endurvekja trú manna á íslenskt atvinnulíf . Hvergi í heiminum geta atvinnuvegirnir staðið undir því vaxtastigi sem nú er við lýði. Afleiðingarnar af þessari stefnu eru farnar að koma í ljós. Við fáum með stuttu millibili fréttir af fjöldauppsögnum og ef að líkum lætur þá er þetta er bara byrjunin. Ef Seðlabankinn heldur áfram að líta framhjá raunveruleikanum eins og þegar skriða erlendrar lántöku gekk yfir og jöklabréfaútgáfan stóð sem hæst, bíða okkar fjöldagjaldþrot og meira atvinnuleysi en nokkurn hefði órað fyrir. Lækkun stýrivaxta er sterkasta úrspilið til að fyrirtækin geti lifað og komist verði hjá stórauknu atvinnuleysi. Lækkun vaxta þarf því að koma til nú þegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tek undir þetta Ármann. Fyrst annars minnzt er gjaldþrot þá er athyglisvert er að lesa frétt á Vísir.is í dag um ört fjölgandi gjaldþrotum í Danmörku. Danir eru að vísu enn með dönsku krónuna en gengi hennar er hins vegar fest við gengi evrunnar og danskir stýrivextir fylgja þeim sem Seðlabanki Evrópusambandsins ákveður hverju sinni. Annars staðar innan Evrópusambandsins eru ríkisstjórnir að þjóðnýta banka og húsnæðisverð er víða í fjárlsu falli auk þess sem atvinnuleysi hefur lengi verið mjög mikið. Vextir og verðbólga á evrusvæðinu eru vissulega ekki í sömu hæðum að meðaltali og hér en fara hækkandi og enginn veit svo sem hvar það endar. Í lettlandi er verðbólgan mun meiri en hér en þar er gjaldmiðillinn bundinn við gengi evrunnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.7.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góður pistill Ármann tek undir með þér lækkun vaxta þarf að koma til nú þegar. ÉG sá að Seðlabanki Evrópu var að hækka sína stýrivexti en þeir eru rúmlega 4% og dönsku bankarnir eru að vandræðast með hvað þeir eiga að gera en ég sá að vextir hjá einum stórbankanna þar var 4.6% og þar er engin verðtrygging.  Það væri munur að geta boðið fólki upp á slík lánakjör.

Jón Magnússon, 3.7.2008 kl. 23:06

3 identicon

Þessi grein er kemur að kjarna málsins, nákvæmlega hefur atburðarásin verið. Og Ármann hefur rétt fyrir sér með hvað mun gerast ef vextir eru lækkaðir.

Núna verða þingmenn og ríkisstjórn að gera það sem þarf til að afstýra skipbroti.

Seðlabankinn fattar ekki muninn á Íslandi og öðrum myntkerfum, krónan er hreinlega að gera fólk gjaldþrota í þúsundatali.

Það verður að lækka vexti og það strax.

Orri Björnsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 08:29

4 identicon

Mikið skelfing er þessi málflutningur hjá þér Ármann nú þunnur þrettandi.

Er ekki Seðlabanki skv. lögum bundinn af verðbólgumarkmiðum? Ekki hef ég orðið var við að þú eða aðrir þingmenn hafi flutt frumvörp um slíkt á Alþingi, sem gerir bankanum kleyft að hafa annað en verðbóguviðmið til að fara eftir, viðmiðin er enn 2,5%, og tækin sem þið þingmenn hafið útvegað bankanum, eru nánast eingöngu stýrivextir.

Maður líttu þér nær.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:31

5 Smámynd: Landfari

Af hverju eru fyrirtækin í Danmörku þá að fara á hausinn?

Ekki búa þau við svona há stýrivexti og ekki íslenska krónu.

Áttu ekki góðar skýringar á því?

Landfari, 4.7.2008 kl. 12:15

6 identicon

Sæll Ármann,

Þetta er glæsilegur pistill hjá þér og ég er sammála flestu. Það sem Ég vildi jarnan sjá í framhaldinu er það að þið Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hættið þessari skjaldborg um hinn fallna keisara Nero Oddson sem situr viti sínu fjær að því er virðist, í seðlabankanum og horfir á "Róm" BRENNA. Geir Hilmar er gjörsamlega geldur þegar kemur að hreðjum til þess að standa uppí harinu á Nero og kemur með lélega smjörklípu um að taka upp dollar í stað krónu. Krónan verður ekki töluð upp í þetta skiptið.

Það sem þarf að gera hérna er það að setja Nero af, taka 2-3000 milljarða erlent lán til þess að styrkja gjaleyrisforðann, festa síðan gengi krónunar þegar evran er komin í 100kr og dollarinn í 70-75kr, Skikka Kaupþing, Baug (það sem eftir verður af baugi hér á íslandi), Glitnir, Existu og önnur stórfyrirtæki sem hafa megin starfsemi sína erlendis til þess að gera upp í öðrum gjaldmiðlum en Íslenskum krónum.

Brunabjallan er farin í gang og "Róm" brunnin hálfa leið niður. Það er kominn tími til þess að handstýra þessu ástandi til jafnvægis til þess að forða okkur frá STEINÖLD!!!

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:05

7 identicon

Sæll Aftur,

Ég vil bæta því við að ég er kjósandi Sjálfstæðisflokksins og ég studdi Davíð Oddson rækilega þegar hann var hér að byggja upp það sem hann virðist nú vera að brenna til grunna í einhverskonar veruleikafirringi.

Sá sem situr í seðlabankanum er ekki sá maður sem ég studdi hér á árum áður.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:13

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Ármann

 Góður pistill. Staða efnahagsmála á sér e.t.v. ekki einfalda skýringu. Stefna Seðlabankans er eitt atriðið og breyta þarf lögum um Seðlabanka á næsta þingi. Þá þarf að sýna meiri metnað við val mönnum í stjórn Seðlabanka. Annað atriði er að stjórn efnahagsmála á undanförnum 4 árum hefur verið allskostar óásættanleg. Menn drukkna ekki með að falla í lækinn, menn drukkna bara ef menn ætla að halda áfram að vera þar.

Kópavogsbúar hafa eignast alvöru Alþingismann. Haltu áfram Ármann!

Sigurður Þorsteinsson, 6.7.2008 kl. 10:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband