16.11.2008 | 11:43
Jákvæðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
Ég get ekki hrósað mér af því að hafa verið duglegur að blogga að undanförnu en það stendur vonandi til bóta.
Ég vil byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með aðgerðarplan ríkisstjórnarinnar sem tekur fyrst og fremst mið af því að létta undir með þeim heimilum sem eru að lenda í vanda vegna hækkandi greiðslubyrðar. Ýmsar af aðgerðunum eru í takt við það sem sérstakur átakshópur, sem skipaður var af félagsmálaráðherra í kjölfar falls bankanna, lagði til. En auk mín sátu í honum þingmennirnir Ólöf Nordal, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Guðbjartur Hannesson ásamt Hrannari B. Arnarssyni aðstoðarmanni ráðherra..
Án þess að ég vilji gera séstaklega upp á milli aðgerðanna gleður mig að sjá að tekin verður upp sérstök greiðslujöfnunarvísitala. Í fyrirspurn minni til félagsmálaráðherra þann 14. október velti ég því upp hvort rétt væri að taka upp einhverskonar hamfaravísitölu þar sem það yrði skoðað hvort hægt væri að gera sérstaka undanþágu eða nálgast vísitöluútreikningana með öðrum hætti meðan þessi holskefla eða hamfarir ganga yfir. Í kjölfarið skipaði hún starfshóp sérfræðinga til að fara yfir málið og komu þeir fram með þessa greiðslujöfnunarvísitölu. Nú er það mál í höfn og er það vel.
Annað mál sem hefur verið mér hugleikið og varðar færsluna hér á undan er einnig komið í gegn en það varðar útflutning á notuðum bílum. Hugmynd sem ég fékk (og ýmsir höfðu eflaust hugleitt) þegar mér var sagt að verið væri að selja úr landi dráttarvélar og aðrar vinnuvélar í stórum stíl. Ég fékk stuðning þingflokksins og fjármálaráðherra til að vinna að framgöngu þessa máls og nú er það að komast í höfn. Útflutningur notaðra bifreiða er mál sem á sér margar hliðar eins og lesa má um hér að neðan. Það verður þó að hafa þann fyrirvara á að ástandið í öðrum löndum hefur verið að versna hratt líka sem hefur sín áhrif á bílamarkaðinn.
Næsta skref er að koma með aðgerðarpakka fyrir fyrirtækin sem er ekki síður mikilvægt. Það er ljósara en að frá þurfi að segja að afkoma heimilanna byggir á afkomu fyrirtækjanna. Atvinnulífið verður að sjá ljós í öllu því svartnætti sem nú hangir yfir okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Athugasemdir
Get bara enganvegin verið sammála þér Ármann Kr Þetta er hrein eignaupptaka okkar almennings .. Okkar sem höfum stritað fyrir okkar eignum og staðið í skilum allt þetta ætlar þinn flokkur að hirða af okkur til að borga skuldir örfárra aðila. Aðila sem þinn flokkur hefur verið með húrrahróp fyrir út um allann heim á undanförnum árum
Gylfi Björgvinsson, 16.11.2008 kl. 15:40
Hvaða endemis rugl er þetta, "útfluningut á notuðum bílum" hefur það algerlega farið fram hjá þér að þinn flokkur hefur gert þessa þjóð gjaldþrota. Við erum ekki að tala um nokkrar millur heldur þjóðargjaldþrot upp á þúsundir miljarða.
Finnur (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:15
Það gengur ekki að lengja í snörunni endalaust. Útreikningur verðbóta er kolrangur sem veldur því að höfuðstóll lána kækkar úr hófi fram. Það verður að skýra út fyrir almenningi hvernig verðbótaþátturinn er fundinn og færa rök fyrir þessari fyrringu. Það verður að endurstilla höfuðstól lánanna. Annað er þjófnaður.
IGÞ (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 18:25
Það er ágætt at hugmynd að flytja ýmistlegt notað og úr sér gengið, ég nefni sem dæmi notaða bíla og úr sér gengnir stjórnmálamennn.
Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 20:39
Ármann,ertu að taka inn réttu lyfin.?Það er bara kokteill af bulli sem er að koma frá þér.
Númi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:39
Leitt að valda þér vonbrigðum Ármann, en þessi aðgerðarpakki er handónýtur. Sérstaklega þegar kemur að verðtryggðum lánunum. Þar er ekkert gert nema fresta hluta afborganna um eitt ár. Ekki er gerð svo mikið sem tilraun til að létta þunga verðtryggingarinnar. Við þessar aðstæður þegar fólk er að missa vinnuna, lækka í launum, tapa sparifé sínu og eignir þess rýrna þá er verðtrygging lána það eina sem heldur.
Þóra Guðmundsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:46
Æskilegast hefði verið að nota tækifærið og fella út glæpavísitöluna [neysluverðs] og taka upp vísitölu íbúðarverðs, sem tæki mið af verði markaðsverðs íbúðafermetra á hverjum tíma. T.d. 60 fermetrar komi til trygginningar 60 fermetrum.
Heimilin í landinu eiga að vera friðhelgur markaður.
Íslenska [siðspilta, græðgi] sértilfellið að veðið [í fermetrum] í íbúðinni vaxi á lánstímanum þekkist ekki utan Íslands.
Ef það er rétt að sérhagsmunadeild ,innan launþegasambanda og lífeyrissjóða , sjálfselsku kynslóðarinnar standi í vegi fyrir afnámi þessara græðgi vísitölu þá er það miður. Hænurnar sem munu baka köku framtíðar eru hinar kynslóðirnar.
Vonandi verður verðhjöðnun.
Júlíus Björnsson, 16.11.2008 kl. 23:48
Flestir eru sammála því að útflutningur á notuðum bílum kemur til með að hækka verðið á þeim sem eftir verða sbr. umræður á bloggsíðu Salvarar. Hvernig það á að hjálpa heimilum í landinu skil ég ekki. Það hlýtur að vera betra fyrir alla að lækka verð á notuðum bílum (nema kannski bílaumboðin).
Ég skil heldur ekki að það sé betra fyrir fólk að fá barnabæturnar í hverjum mánuði í stað á þriggja mánaða fresti þar sem þær eru fyrirframgreiddar.
Sigurður Haukur Gíslason, 17.11.2008 kl. 00:37
Þetta sem Júlíus Björnsson er að segja hér að ofan um vísitölu íbúðaverðs og taki mið af markaðsverði.
Akkurat um þetta hef ég verið að blogga um og reka áróður fyrir. Með þessu móti héldist í hendur eignarhlutur og lán. Í dag er eignahluturinn að brenna á verðbólgubáli og að lokum verður hann enginn og íbúðalánasjóður eignast húsnæðið. Með öðrum orðum eignaupptaka stjórnvalda
Gylfi Björgvinsson, 17.11.2008 kl. 12:56
Sæll Ármann.
Það er eitt og annað ágætt í þessum pakka, sér í lagi fyrir þá sem verst standa. Flesta punkta þarf að skýra betur en í auglýsingunni, en eitt langar mig að forvitnast um:
LÆGRI GREIÐSLUBYRÐI LÁNA:
Þetta var sett í lög í gær, að mér sýnist með því að uppfæra gömlu "misgengislögin". Og spurning mín er: Þýðir "jöfnunarreikningur" það að vaxtagjöld lækki um þá fjárhæð sem færð er á þann reikning þannig að vaxtabætur rýrist í samræmi við það? Ef svo er, er þetta þá ekki bara hálft gagn?
Haraldur Hansson, 18.11.2008 kl. 14:07
Ármann, við þurfum að spjalla aðeins um þennan vísitöluleik.
Fyrir einstakling með 20 milljóna króna lán þá þýðir þetta hugsanlega um 1.000.000 í lægri afborganir yfir þriggja ára tímabil, en mun að líkindum kosta nærri 5 milljónir í viðbótar endurgreiðslur í hinn endann á láninu. Á sama tíma rýrnar eignin um 30-50% vegna verðbólgu og samdráttar á markaði. Þetta gefur varla tilefni til fagnaðar.
Sigurður Ingi Jónsson, 27.11.2008 kl. 23:16
Ármann! Af hverju ertu með athugasemdir opnar ef þú bregst ekki við þeim? Þá er nú betra að hafa þetta eins og Jónas og BB og loka fyrir athugasemdir og spurningar ef það er ekki ætlunin að svara þeim.
Sigurður Haukur Gíslason, 28.11.2008 kl. 00:12